Vinnuferlar

Tilgangur og umfang

Að tryggja skoðun á öryggisstjórnunarkerfi rafveitu vegna skilgreiningar vinnuferla í samræmi við Reglugerð um raforkuvirki (rur) með tilliti til:

  • Yfirferðar ferla,
  • skilgreiningar ferla og
  • viðhalds og vinnu við verk.

Lýsing

Yfirferð vinnuferla:

Stjórnendur rafveitu skulu hafa farið skipulega yfir vinnuferla sína og metið þörf fyrir að skjalfesta þá. Við matið skal sérstaklega athugað hvort öryggi starfsmanna og raforkuvirkja sé tryggt, sjá verklagsreglu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar VLR 3.031. Ferlar sem almennt eiga að vera skilgreindir eru ferlar sem áhrif hafa á öryggi manna og búnaðar, svo sem ferlar fyrir rof og innsetningu búnaðar.

Skilgreining ferla:

Vinnuferlar sem hafa verið álitnir það mikilvægir að þá hafi þurft að skjalfesta skulu vera skjalfestir á viðunandi hátt sem verklagsregla, flæðirit, leiðbeiningar eða öðru formi sem hentar starfseminni. Athuga þarf hvort starfsmenn hafi verið skilgreindir sem kunnáttumenn þar sem það á við, sjá skoðunarreglu: "Kunnáttumenn og þjálfun".

Viðhald og vinna við verk:

Skýrslur um viðhald skulu skráðar. Fyrir verk sem unnin eru eiga að vera til reyndarteikningar, verkbeiðnir, tilkynningar, úttektar- og skoðunarskýrslur.

Tilvísanir

Eyðublöð:

  • EYB 3.216 - Skoðun á öryggisstjórnunarkerfi rafveitna, iðjuvera og einkarafstöðva.