Úrvinnsla athugasemda og lagfæringar

Tilgangur og umfang

Að tryggja skoðun á öryggisstjórnunarkerfi rafveitu vegna úrvinnslu athugasemda og lagfæringa í framhaldi af eftirliti hjá rafveitu í samræmi við Reglugerð um raforkuvirki (rur) með tilliti til.

  • Verklags um athugasemdir og lagfæringar,
  • úrvinnslu athugasemda og
  • lagfæringa.

Lýsing

Verklag fyrir athugasemdir og lagfæringar:

Verklagsreglur skulu vera til um viðbrögð við athugasemdum og lagfæringar í framhaldi af því. Fram þarf að koma að farið sé yfir athugasemdir og viðunandi lagfæringar í samræmi við umfang þeirra vandamála sem þarf að leysa séu ákveðnar af ábyrgðaraðilum innan rafveitunnar. Fram þarf að koma að ábyrgðaraðilar innan rafveitunnar fylgi þeim ákvörðunum eftir, sjá verklagsreglu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar VLR 3.034.

Úrvinnsla athugasemda:

Gögn þurfa að vera til sem staðfesta að athugasemdir hafi verið teknar til meðferðar samkvæmt verklagsreglum rafveitunnar og afstaða verið tekin til lagfæringa, sjá verklagsreglu HMS VLR 3.034. Þær aðgerðir sem gripið er til þurfa að vera í samræmi við umfang þeirra vandamála sem á að leysa.

Lagfæringar:

Gögn skulu sýna að lagfæringar hafi verið gerðar tímanlega í samræmi við ákvarðanir ábyrgðaraðila rafveitunnar. Gögn þurfa að sýna að fylgst hafi verið með framvindu lagfæringanna. Skýrslur um lagfæringar eiga að vera áritaðar af viðkomandi verkstjórnanda ásamt skoðunarmanni rafveitu.

Tilvísanir

  • Grein 5.2 e) í rur.
  • VLR 3.031: Öryggisstjórnun rafveitna, iðjuvera og einkarafstöðva.
  • VLR 3.034: Vægi athugasemda vegna skoðunar virkja og öryggisstjórnunarkerfis rafveitna, iðjuvera og einkarafstöðva.

Eyðublöð:

  • EYB 3.216 - Skoðun á öryggisstjórnunarkerfi rafveitna, iðjuvera og einkarafstöðva.