Skrár um virki

Tilgangur og umfang

Að tryggja skoðun á öryggisstjórnunarkerfi rafveitu vegna skráninga virkja í samræmi við Reglugerð um raforkuvirki (rur) með tilliti til:

  • Skráningar nýrra virkja,
  • skráningar eldri virkja,
  • skráningar breytinga og
  • skráðra upplýsinga um rekstrartruflanir.

Lýsing

Skráning nýrra virkja:

Meginhlutar nýrra virkja skulu vera skráðir þegar þau eru tekin í notkun.

Skráning eldri virkja:

Viðhalda skal skrá yfir eldri virki og ástand þeirra með tilliti til viðhalds- og áætlana um endurbætur.

Skráning breytinga:

Breytingar á meginhlutum virkja skulu skráðar jafnóðum og þær eru gerðar.

Skráðar upplýsingar um rekstrartruflanir:

Rafveita skal skrá og safna saman upplýsingar um rekstrartruflanir. Fram skal koma a.m.k. um hvers konar truflun var að ræða og hvenær truflun varð. Fram skal koma hver sá um lagfæringar og hvernig brugðist var við þeim. Ef truflun leiddi til hættu- eða neyðarástands skulu viðbrögð vera í samræmi við verklagsreglur Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, VLR 3.031, gr. 8 og gr. 9. Sjá einnig skoðunarreglur: "Hættu- og neyðarástand" og "Úrvinnsla athugasemda og lagfæringar".

Tilvísanir

Eyðublöð:

  • EYB 3.216 - Skoðun á öryggisstjórnunarkerfi rafveitna, iðjuvera og einkarafstöðva.