Skrár og skýrslur
Tilgangur og umfang
Að tryggja skoðun á öryggisstjórnunarkerfi rafveitu vegna skráninga og skýrslugerðar í samræmi við Reglugerð um raforkuvirki (rur) með tilliti til:
- Skráninga og skýrslna og
- aðgengis að skráningum.
Lýsing
Skráningar og skýrslur:
Rafveita skal halda til hagar skrám, skýrslum og öðrum gögnum sem sýna fram á að unnið sé eftir öryggisstjórnunarkerfinu.
Aðgengi að skráningum:
Rafveita skal hafa viðunandi skjalavistunarkerfi þar sem m.a. er tekið á því hve lengi gögn skuli geymd. Skrár, skýrslur og önnur gögn skulu varðveitt á þann hátt að auðvelt sé að ná til þeirra og auðrekjanlegt sé fyrir hvert einstakt verk, skoðun eða atvik.
Tilvísanir
- VLR 3.031: Öryggisstjórnun rafveitna, iðjuvera og einkarafstöðva, gr. 13.
Eyðublöð:
- EYB 3.216 - Skoðun á öryggisstjórnunarkerfi rafveitna, iðjuvera og einkarafstöðva.