Skjalastýring

Tilgangur og umfang

Að tryggja skoðun á öryggisstjórnunarkerfi rafveitu vegna stýringar á skjölum öryggisstjórnunarkerfis í samræmi við Reglugerð um raforkuvirki (rur) með tilliti til:

  • Samþykktar skjala,
  • skjalahalds og auðkenningar skjala og
  • dreifingar skjala.

Lýsing

Samþykkt skjöl:

Gögn þurfa að vera til staðar sem sýna að skjöl öryggisstjórnunarkerfisins hafi verið rýnd af aðilum sem til þess hafa vald sbr. verklagsreglu HMS VLR 3.031, gr. 12.

Skjalahald og auðkenning skjala:

Skjöl öryggisstjórnunarkerfisins skulu auðkennd þannig að augljóst sé um hvaða skjal er að ræða og hvaða útgáfu (útgáfutala og/eða dagsetning).Starfsmenn rafveitu sem nota skjöl úr öryggisstjórnunarkerfinu þurfa að geta séð á einfaldan hátt (t.d. með aðalskjalalista) hvort skjöl sem þeir eru að nota séu í gildi. Það kerfi sem notað er þarf að vera þeim kunnugt.

Dreifing skjala:

Kerfi þarf að vera til staðar sem tryggir að þeir starfsmenn sem þurfa að vinna samkvæmt skjölum öryggisstjórnunarkerfisins hafi góðan aðgang að þeim. Skjölum þarf að dreifa á skipulegan hátt (t.d. samkvæmt dreifingarlistum) og úrelt skjöl þarf að fjarlægja. Fara þarf yfir hvort þau skjöl sem þeir hafa aðgang að séu gildandi útgáfur. Geyma skal í tiltekinn tíma a.m.k. eitt eintak af skjölum sem úreldast og skulu slík skjöl auðkennd sem slík.

Tilvísanir

  • VLR 3.031: Öryggisstjórnun rafveitna, iðjuvera og einkarafstöðva, gr. 12.

Eyðublöð:

  • EYB 3.216 - Skoðun á öryggisstjórnunarkerfi rafveitna, iðjuvera og einkarafstöðva.