Öryggisstjórnun rafveitna
Í því skyni að tryggja öryggi raforkuvirkja og rekstur þeirra sem frekast er unnt skulu ábyrgðarmenn raforkuvirkja rafveitna, samkvæmt ákvörðun ráðherra, koma upp öryggisstjórnunarkerfi með virkjum. Í öryggisstjórnunarkerfi rafveitna skal skilgreina m.a. skipulag, ábyrgðarskiptingu, skráningu virkja, eftirlit virkja og ákvæði um innri úttektir.
Skilgreining á rafveitum, smávirkjunum, iðjuverum og einkarafstöðvum:
Rafveita:
Fyrirtæki með rafala stærri en 300 kVA sem framleiðir, dreifir og/eða selur rafmagn.
Iðjuver:
Virki, háspennt og/eða lágspennt, þar sem aðflutt raforka kemur á háspennu.
Einkarafstöð:
Rafstöð í einkaeigu sem er staðbundin og framleiðir rafmagn fyrir neysluveitu, sem ekki fær rafmagn frá rafveitu.
Smávirkjun:
Fyrirtæki með rafala allt að 300 kVA sem dreifir og/eða selur rafmagn.