Mæling jarðskauta
Mæling jarðskauta er ekki auðvelt verkefni þar sem jarðvegur, jarðskaut og aðstæður eru ákaflega breytilegar. Jarðskautin eru mismunandi, allt frá nokkrum tugum metra í tug kílómetra og því þarf að nota mismunandi mæliaðferðir eftir gerð þeirra. Tilgangur jarðskauta er að tryggja virkni varnarbúnaðar og að koma bilunarstraumum rétta leið þannig að snertispenna leiðandi hluta nálægt bilunarstað verði aldrei yfir leyfilegum hættumörkum. Í raun er viðnám jarðskauta útfrá öryggissjónarmiðum ekki aðalatriðið svo lengi sem snertispenna er innan hættumarka.
HMS, í samstarfi við sérfræðinga og ýmsa hagsmunaaðila, hefur útbúið verklýsingu og og stuðningsskjöl sem eru leiðbeinandi um hönnun/útreikninga, mælingar og eftirlits með jarðskautum, til að tryggja að fyllsta öryggis sé gætt og snerti- og skrefspennur séu innan hættumarka. Þessar leiðbeiningar eru settar fram til að auðvelda eftirfylgni og skýra aðferðafræði í samræmi við ÍST EN 50522:2022, Jarðtenging háspennuvirkja fyrir riðspennu yfir 1 kV.
Skjölin eru nánar tiltekið:
Skjölin eru öllum aðgengileg hér á heimasíðu HMS. Þeim tilmælum verður beint til rafveitna að styðjast við verklýsinguna, VL 3.030, við hönnun/útreikninga, mælingar og eftirlit með jarðskautum rafveitna.
Mannvirkjastofnun vonast til þess að þessi skjölun muni stuðla að auðveldari og markvissari skráningu og eftirliti með jarðskautskerfum og þar með stuðla að enn meira öryggi í raforkukerfum landsins.