Kunnáttumenn og þjálfun

Tilgangur og umfang

Að tryggja skoðun á öryggisstjórnunarkerfi rafveitu vegna tilnefningar kunnáttumanna í samræmi við Reglugerð um raforkuvirki (rur) með tilliti til:

  • Verklags fyrir þjálfun,
  • þjálfunar nýs starfsfólks,
  • skráningar þjálfunar,
  • þekkingar kunnáttumanna,
  • framkvæmdar tilnefningar kunnáttumanna og
  • tilnefndra kunnáttumanna.

Kunnáttumaður er maður sem hefur svo mikla þekkingu og reynslu við tiltekið verk að hann telst geta leyst það af hendi á fullnægjandi hátt frá öryggissjónarmiði.

 

Með þjálfun er átt við námskeið eða aðra endurmenntun og starfsþjálfun sem varða aukið öryggi. Starfsþjálfun getur m.a. falist í :

  • Nýþjálfun nýrra starfsmanna eða starfsmanna sem taka við nýjum verkefnum,
  • almennri þjálfun, sem miðar að aukinni starfshæfni með sérstaka áherslu á nýjungar og breytingar

Starfsþjálfun getur farið fram í formi vinnu undir handleiðslu reynds. Mismunandi er hvort endurtaka þurfi þjálfun reglulega og þá hversu oft, og er háð eðli viðkomandi þjálfunar, starfa og starfsumhverfis.

 

Lýsing

Verklag fyrir þjálfun:

 

Rafveita skal hafa skilgreindar verklagsreglur sem lýsa hvernig nauðsynleg þjálfun er ákveðin, sjá verklagsreglu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar VLR 3.031, gr. 11.

 

Þjálfun nýs starfsfólks:
Tryggja skal að nýtt starfsfólk sem vinnur störf tengd hönnun, uppsetningu, rekstri og vinnu við rafbúnað læri störf sín á fullnægjandi hátt. Tryggja skal að starfsfólk fái nægan skilning á öryggisstjórnunarkerfinu.

 

Skráning þjálfunar:
Rafveita skal hafa skrár sem sýna hvaða þjálfun hefur farið fram til að auka öryggi. Þær skulu sýna námskeið og aðra menntun kunnáttumanna, ennfremur skilgreinda starfsþjálfun sem kunnáttumenn hljóta.

 

Þekking kunnáttumanna:
Tryggja skal að starfsmenn með fullnægjandi kunnáttu vinni þau störf sem krefjast sérstakrar kunnáttu vegna eftirlits og rekstrar raforkuvirkja. Kröfur um kunnáttu skulu vera skráðar í öryggisstjórnunarkerfinu. Skrár skulu eins og við á sýna hvaða námskeið, menntun og starfsþjálfun er nauðsynleg til mismunandi starfa. Þar sem það á við skal skilgreina fyrir tiltekna þjálfun hversu langur tími má líða áður en hún er endurtekin.

Vinna í háspennu- og lágspennuvirki skal eingöngu unnin af kunnáttumönnum eða undir eftirliti kunnáttumanna, sjá greinar 5.1.2, 8.2, 11.3 og kafla 14 og 20 í Orðsendingu nr. 1/84. Um ábyrgðarmann gildir skoðunarregla: "Ábyrgðarmaður". Rafveita skal hafa skrár yfir kunnáttu og þekkingu allra starfsmanna sem starfa í eða í tengslum við öryggisstjórnunarkerfið. Starfsmenn skulu a.m.k. uppfylla eftirfarandi skilyrði, vera:

  1. kunnugir virkjunum og vel fræddir um viðkomandi verk,
  2. kunnugir þeim reglum í reglugerð um raforkuvirki, sem snerta hlutaðeigandi verkefni,
  3. kunnugir þeim öryggisráðstöfunum sem ber að gera til að koma í veg fyrir hættu fyrir fólk og eignir.

 

Tilnefndir kunnáttumanna:

Kunnáttumenn sem að lágmarki skulu tilnefndir eftir starfsemi rafveitu eru:

  • Verkstjórnandi.
  • Aðgerðastjóri.
  • Rofastjóri.
  • Spennuvörður.
  • Skoðunarmaður rafveitu.

  • EYB 3.216 - Skoðun á öryggisstjórnunarkerfi rafveitna, iðjuvera og einkarafstöðva.