Innri úttektir
Tilgangur og umfang
Að tryggja skoðun á öryggisstjórnunarkerfi rafveitu vegna innri úttekta í samræmi við Reglugerð um raforkuvirki (rur) með tilliti til:
- Skjalfests verklags um innri úttektir,
- innri úttektarmanna,
- ætlunar um innri úttektir,
- framkvæmdar úttekta og
- úrbóta vegna úttekta.
Lýsing
Skjalfest verklag um innri úttektir:
Rafveita skal hafa skilgreindar verklagsreglur fyrir innri úttektir. Þar skal koma fram hvernig úttektum er stýrt, þ.e. hvernig þær eru skipulagðar og framkvæmdar og hvernig úttektarmenn eru valdir. Fram skal koma að niðurstöður séu lagðar fyrir stjórnendur sem bera ábyrgð á því sem tekið var út og að þeir ákveði úrbætur. Sjá grein 5.2 í rur.
Innri úttektarmenn:
Þeir sem framkvæma innri úttektir skulu hafa hlotið þjálfun í framkvæm slíkra úttekta. Gögn þurfa að vera til staðar sem sýna fram á að þeir hafi hlotið slíka þjálfun og hæfni þeirra skal vera staðfest af þeim aðila innan rafveitunnar sem ber ábyrgð á framkvæmd innri úttekta. Innri úttektarmenn skulu vera óháðir því sem þeir taka út eftir því sem við verður komið, sjá verklagsreglu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar VLR 3.031 grein 14.
Áætlun um innri úttektir:
Áætlun um framkvæmd innri úttekta skal vera fyrir hendi. Þar þarf að koma fram hvernig allt öryggisstjórnunarkerfi rafveitunnar verður tekið út. Áætlun um innri gæðaúttektir má endurskoða ef forsendur hafa breyst. Sjá verklagsreglu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. VLR 3.031 grein 14.
Framkvæmd úttekta:
Þær innri úttektir sem eru á áætlun skulu vera framkvæmdar án verulegs tímafráviks. Gögn þurfa að vera til staðar sem sýna að úttektir hafi farið fram og hverjar niðurstöður voru.
Úrbætur vegna úttekta:
Staðfesting skal vera fyrir því að stjórnendur, sem bera ábyrgð á því sem tekið var út, hafi séð niðurstöður viðkomandi úttekta. Þeir skulu hafa ákveðið nauðsynlegar úrbætur og fylgt þeim eftir.
Tilvísanir
- Reglugerð um raforkuvirki (Rur), grein 5.2.
- VLR 3.301: Öryggisstjórnun rafveitna, iðjuvera og einkarafstöðva, grein 14.
Eyðublöð:
- EYB 3.216 - Skoðun á öryggisstjórnunarkerfi rafveitna, iðjuvera og einkarafstöðva.