Fyrirmæli til rafveitna

Tilgangur og umfang

Að tryggja skoðun á öryggisstjórnunarkerfi rafveitu vegna aðgangs kunnáttumanna rafveitu að opinberum fyrirmælum um öryggi raforkuvirkja í samræmi við Reglugerð um raforkuvirki (rur) með tilliti til: 

  • Viðhalds fyrirmæla og 
  • aðgengi kunnáttumanna að fyrirmælum. 

Fyrirmælin sem fela í sér lög, reglugerðir, staðla, orðsendingar og fyrirmæli eru sett til að tryggja öryggi raforkuvirkja. 

Lýsing 

Viðhald fyrirmæla:

Rafveita skal hafa undir höndum nýjustu útgáfur viðeigandi skjala sem varða starfsemi hennar. Þessi skjöl eru m.a. lög, reglugerðir, orðsendingar, fyrirmæli og staðlar. 

Aðgengi kunnáttumanna að fyrirmælum: 

Eintökum af þessum skjölum skal komið fyrir á þann hátt að kunnáttumenn sem vinna samkvæmt öryggisstjórnunarkerfi rafveitu geti að staðaldri gengið að þeim skjölum er varða störf þeirra á aðgengilegum stað eða hafi eigið eintak. Ekki skiptir máli á hvaða formi skjölin eru, pappírsformi eða rafrænu formi. Athuga þarf sérstaklega hvort þau eintök sem verið er að nota séu nýjustu útgáfur hverju sinni. 

Tilvísanir 

VLR 3.031: Öryggisstjórnun rafveitna, iðjuvera og einkarafstöðva, gr. 5. 
EYB 3.216 - Skoðun á öryggisstjórnunarkerfi rafveitna, iðjuvera og einkarafstöðva.