Eftirlitsferlar

Tilgangur og umfang

Að tryggja skoðun á öryggisstjórnunarkerfi rafveitu vegna eftirlitsferla rafveitu í samræmi við Reglugerð um raforkuvirki (rur) með tilliti til:

  • Eftirlitsáætlunar og eftirlitsferla,
  • skýrslna um eftirlit og
  • lagfæringa.

Lýsing

Eftirlitsáætlun og eftirlitsferlar:

Rafveita skal hafa skjalfest hvernig hún hyggst standa að skoðun eigin raforkuvirkja. Í eftirlitsáætlun og skilgreindum eftirlitsferlum skal koma fram hvað verður skoðað, hvenær, hvernig og eftir hvaða viðmiðum er farið. Við eftirlit skal unnið samkvæmt skoðunarreglum sem Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur gefið út eða sambærilegum reglum sem rafveitan sjálf hefur útbúið. Uppfylltar skulu reglur sem Húsnæðis- og mannvirkjastofnun setur og koma fram í gr. 7 í verklagsreglu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar VLR 3.031 og verklagsreglu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar VLR 3.032.

Skýrslur um eftirlit:

Rafveita skal geta lagt fram skýrslur og skrár sem sanna að unnið hafi verið samkvæmt eftirlitsáætluninni. Fram skal koma hvað var skoðað og hvenær auk allra athugasemda um það sem ekki var í lagi.

Lagfæringar:

Lagfæringar skulu gerðar samkvæmt skipulagi sem uppfyllir kröfur sem gerðar eru til úrvinnslu athugasemda og lagfæringa, sjá verklagsreglu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar VLR 3.031 gr. 9 og skoðunarreglu: "Úrvinnsla athugasemda og lagfæringar".

Tilvísanir

Eyðublöð:

  • EYB 3.216 - Skoðun á öryggisstjórnunarkerfi rafveitna, iðjuvera og einkarafstöðva.