Aðgangur að raforkuvirkjum
Tilgangur og umfang
Að tryggja skoðun á öryggisstjórnunarkerfi rafveitu vegna aðgangs að raforkuvirkjum í samræmi við Reglugerð um raforkuvirki (rur) með tilliti til:
- Skilgreiningar á aðgangi,
- lyklaskráningar og
- skriflegra leyfa.
Lýsing
Skilgreiningar á aðgangi:
Rafveita skal hafa skjalfestar reglur sem segja fyrir um hvaða kunnáttumenn geta fengið aðgang að þeim virkjum sem hún starfrækir. Jafnframt skal koma fram ef um mismunandi aðgang er að ræða. Í ábyrgðarskilgreiningum skal koma fram hver annast afhendingu lykla.
Lyklaskráningar:
Starfsmönnum er veittur aðgangur að virki með því að fulltrúi ábyrgðarmanns afhendir lykla og skráir starfsmanninn sem handhafa lykils.
Sjá orðsendingu nr. 1/84 gr. 5.2 og VLR 3.031 gr. 15.
Skrifleg leyfi:
Leyfi vegna aðgangs að virkjum skulu vera skrifleg og árituð af ábyrgðarmanni viðkomandi virkis.
Sjá orðsendingu nr. 1/84 gr. 5.2 og VLR 3.031 gr. 15.
Tilvísanir
- VLR 3.031: Öryggisstjórnun rafveitna, iðjuvera og einkarafstöðva, grein 15.
- Orðsending nr. 1/84, grein 5.2.
Eyðublöð:
EYB 3.216 - Skoðun á öryggisstjórnunarkerfi rafveitna, iðjuvera og einkarafstöðva