Ábyrgðarmaður

Tilgangur og umfang

Að tryggja skoðun á öryggisstjórnunarkerfi rafveitu vegna ábyrgðarmanns rafveitu í samræmi við Reglugerð um raforkuvirki (rur) með tilliti til:

  • Skipunar ábyrgðarmanns,
  • krafna til ábyrgðarmanns,
  • ábyrgðar ábyrgðarmanns,
  • yfirlýsingar ábyrgðarmanns,
  • fulltrúa ábyrgðarmanns,
  • skráningar ábyrgðarmanns,
  • kunnáttu ábyrgðarmanns og
  • búsetu.

Ábyrgðarmaður ber faglega ábyrgð á rekstri rafveitu/raforkuvirkis.

Lýsing

Skipun ábyrgðarmanns:

Ábyrgðarmaður rafveitu skal vera tilgreindur með nafni í öryggisstjórnunarkerfi rafveitu. Fara þarf yfir hvort hann uppfyllir þær kröfur sem gerðar eru til hans, sjá grein 4.1 í rur.

Kröfur til ábyrgðarmanns:

Ábyrgðarmaður skal uppfylla kröfur skv. grein 4.1 í rur og þurfa gögn (prófskírteini og staðfesting á starfsreynslu) að sýna fram á að svo sé. Ábyrgðarmaður eða fulltrúi hans, skal vera þannig búsettur að hann geti haft reglubundna umsjón með ástandi og viðhaldi raforkuvirkja rafveitunnar. Hann skal ekki vera svo bundinn af annarri starfsemi að það hindri störf hans sem ábyrgðarmanns. Sjá orðsendingu nr. 1/84 og greinar 4.1 og 4.4.

Ábyrgð ábyrgðarmanns:

Ábyrgð ábyrgðarmanns skal vera skilgreind þannig að hann beri ábyrgð á ástandi raforkuvirkja rafveitunnar. Hann (eða fulltrúi hans) skal hafa fulla yfirsýn yfir rekstur þeirra virkja sem hann ber ábyrgð á, sjá orðsendingu nr. 1/84, grein 4.1.

Yfirlýsing ábyrgðarmanns:

Til staðar skal vera undirrituð yfirlýsing ábyrgðarmanns um að tryggt verði að rafveitan ætli sér að tryggja öryggi eigin raforkuvirkja og hafa fullnægjandi stjórn á þeim. Þessi yfirlýsing samsvarar öryggisstefnu rafveitunnar og skal vera þekkt meðal starfsmanna rafveitunnar sem vinna störf sem hafa áhrif á öryggi raforkuvirkjanna.

Fulltrúi ábyrgðarmanns:

Ef ábyrgðarmaður rafveitu hefur framselt öðrum umboð sitt, skal það hafa verið gert skriflega og skjal þess efnis varðveitt sem gæðaskrá. Fram þarf að koma vegna hvaða virkja umboðið hefur verið framselt. Fulltrúi ábyrgðarmanns skal a.m.k. uppfylla ákvæði gr. 4.7 eða 4.9.1 í rur. Ábyrgðarmaður rafveitu skal bera ábyrgð á störfum fulltrúa síns og þar með áfram á ástandi allra virkja rafveitunnar.  Ef framsal eins og hér um ræðir hefur farið fram skal rafveita hafa skjalfestar verklagsreglur um framsalsferlið. Sjá verklagsreglu VLR 3.031 grein 11.1 og Orðsendingu nr. 1/84 grein 4.3.

Skráning:

Ábyrgðarmaður raforkuvirkis skal vera skráður hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.

Kunnátta:

Ábyrgðarmaður skal uppfylla þær kröfur um kunnáttu sem Húsnæðis- og mannvirkjastofnun gerir til ábyrgðarmanna, sbr. grein 4.1, 1.4.2 og 4.3 í rur, ásamt Orðsendingu nr. 1/84, kaflar 4 og 5.

Búseta:

Búseta ábyrgðarmanns skal uppfylla ákvæði greina 1.5.2 í rur og 4.4 í Orðsendingu nr. 1/84.

Tilvísanir

Eyðublöð: