Ábyrgð stjórnenda

Tilgangur og umfang

Að tryggja skoðun á öryggisstjórnunarkerfi rafveitu vegna skilgreinar á ábyrgð stjórnenda í samræmi við Reglugerð um raforkuvirki (rur) með tilliti til:

  • Skipurits og
  • ábyrgðarlýsinga.

Lýsing
Skipurit: Rafveitan skal hafa skjalfest skipurit. Nöfn stjórnenda skulu vera inni á skipuriti eða fylgja með í sérstöku skjali, sjá verklagsreglu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar VLR 3.031, grein 4.

Ábyrgðarlýsingar: 
Ábyrgð skal vera skilgreind þannig að ábyrgðarhlutverk og verkaskipting sé skýr. Fram þarf að koma hver ber ábyrgð á að kröfur rur hafi verið uppfylltar fyrir nýframkvæmdir, breytingar og viðhald. Sjá verklagsreglu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar VLR 3.031 gr. 4 og gr. 11.1.

Tilvísanir

  • VLR 3.031: Öryggisstjórnun rafveitna, iðjuvera og einkarafstöðva, gr. 4 og gr. 11.1.

Eyðublöð:

  • EYB 3.216  - Skoðun á öryggisstjórnunarkerfi rafveitna, iðjuvera og einkarafstöðva.