Hættuleg efni í rafföngum - RoHS

Rafeindabúnaður sem markaðssettur er á Íslandi skal uppfylla ákvæði varðandi efnainnihald sem fram koma í reglugerð um takmarkanir á notkun tiltekinna, hættulegra efna í raf- og rafeindabúnaði, nr. 630/2014.

Ofangreind reglugerð er byggð á tilskipun Evrópusambandsins um sama efni, 2011/65/ESB (RoHS*), og gilda því sömu reglur á Evrópska efnahagssvæðinu (EES), sem samanstendur af Evrópusambandinu (ESB), Íslandi, Liechtenstein og Noregi, um raf- og rafeindabúnað sem fellur undir tilskipanir ESB sem staðfestar hafa verið af sameiginlegu EES-nefndinni.

Í reglugerðinni eru skilgreindar kröfur til raf- og rafeindabúnaðar m.t.t. innihalds tiltekinna, hættulegra efna, samræmismatsaðferðir, skyldur rekstraraðila (framleiðenda, innflytjenda og dreifenda), kröfur um CE-merkingu, ESB-samræmisyfirlýsingu, tæknigögn o.fl.

Framleiðendur, innflytjendur og eftir atvikum aðrir rekstraraðilar bera ábyrgð á að ákvæðum ofangreindrar reglugerðar sé fylgt. Faggiltar skoðunarstofur í umboði HMS sjá með virku markaðseftirliti til þess að raf- og rafeindabúnaður uppfylli þau skilyrði sem sett eru í reglugerðinni.

*) RoHS (Restriction of Hazardous Substances) Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2011/65/ESB frá 8. júní 2011 um takmarkanir á notkun tiltekinna, hættulegra efna í raf- og rafeindabúnaði.

Gagn­leg­ar upp­lýs­ing­ar