Vinna við raflagnir

Hverjir hafa leyfi til að vinna við raflagnir?

Einungis rafverktakar sem löggiltir eru af Húsnæðis- og mannvirkjastofnun mega taka að sér rafverktöku og/eða annast viðgerðir á hvers konar rafföngum, sbr. gr. 13e í lögum um öryggi raforkuvirkja, neysluveitna og raffanga.

Skrá yfir löggilta rafverktaka er að finna á heimasíðu HMS. 

 

Ábending um vinnu við raflagnir

Ef rafverktaki, sem er að vinna við nýlögn eða breytingu á raflögn, finnst ekki í rafverktakaskrá Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar skal láta stofnunina vita.

Telji notandi að frágangi raflagna sé að einhverju leyti ábótavant, þar sem löggiltur rafverktaki eða starfsmenn hans eru að störfum, er hægt að senda inn ábendingu um það í tölvupósti á oryggi (hjá) hms.is eða í síma 440 6400.