Starfsleyfi byggingarstjóra
HMS sér um útgáfu starfsleyfa byggingarstjóra.
Heimildir byggingarstjóra takmarkast af gerð mannvirkis og umfangi framkvæmda svo sem hér segir:
- a. Byggingarstjóra I er heimilt að stjórna framkvæmdum við nýbyggingu, viðhald, breytingu, endurbyggingu og niðurrif mannvirkja sem eru allt að 2.000 m² að flatarmáli og mest 16 m að hæð. Undir þennan lið falla þó ekki mannvirki sem varða almannahagsmuni, s.s. sjúkrahús, byggingar vegna löggæslu, samgöngumiðstöðvar, skólahúsnæði eða mannvirki sem falla undir [b lið.]
- b. Byggingarstjóra II er heimilt að stjórna framkvæmdum við nýbyggingu, viðhald, breytingu, endurbyggingu og niðurrif vatnsaflsvirkjana, jarðvarmavirkjana og annarra orkuvera, olíuhreinsunarstöðva og vatnsstífla sem falla undir 1. viðauka laga um mat á umhverfisáhrifum.
- c. Byggingarstjóra III er heimilt að stjórna framkvæmdum við nýbyggingu, viðhald, breytingu, endurbyggingu og niðurrif allra annarra mannvirkja en þeirra sem falla undir [a og b lið.]
Hægt er að sækja rafrænt um starfsleyfi byggingarstjóra og endurnýjun á starfsleyfi byggingarstjóra í gegnum Mínar síður á vef HMS.
Eftir að umsókn hefur borist HMS er greiðsluseðill sendur í heimabanka umsækjanda. Vinsamlegast athugið að starfsleyfið verður ekki afhent fyrr en greiðsla hefur borist HMS.
Vakin er athygli á því að námskeið um ábyrgð byggingarstjóra eru haldin af Iðunni í samvinnu við HMS, nánari upplýsingar má nálgast á heimasíðu Iðunnar.