Hér má nálgast upplýsingar um ISO 9001 vottuð gæðastjórnunarkerfi og hvernig eftirliti HMS með þeim er háttað

Þau fyrirtæki sem eru með vottun samkvæmt ÍST EN ISO 9001, þurftu ekki fyrir breytingu laga um mannvirki þann 7. desember 2020, að láta skjala- eða virkniskoða gæðastjórnunarkerfi hjá faggiltri skoðunarstofu. Litið var svo á að vottun jafngilti kröfum laga um mannvirki og byggingarreglugerðar til gæðastjórnunarkerfa hönnuða og hönnunarstjóra, byggingarstjóra og iðnmeistara (fagaðila).

Með lagabreytingunni uppfylla kerfin ekki lengur sjálfkrafa kröfu um virkni þó þau geri það að gerð (skjalaskoðun). Fagaðilar þurfa lögum samkvæmt að vera með gæðastjórnunarkerfi sem sýna fram á að þeir uppfylli kröfur sem til þeirra eru gerðar sbr. ákvæði byggingarreglugerðar. 

Samkvæmt kröfum byggingarreglugerðar eru starfsleyfi og réttindi gefin út á einstaklinga en ekki fyrirtæki. Fagaðilar sem sækja um skráningu gæðastjórnunarkerfis (umsókn um um skráningu gæðastjórnunarkerfi 9.022), geta óskað eftir leyfi fyrir notkun gæðastjórnunarkerfis fyrirtækis sem þeir starfa hjá.

Tekið skal fram að ef ISO 9001 vottun er til staðar er ekki þörf á skjalaskoðun gæðastjórnunarkerfi þess fagaðila sem sækir um skráningu gæðastjórnunarkerfis.