Almennar upplýsingar um byggingarvörur

Byggingarvörur þurfa að henta til áformaðra nota og standast þær kröfur sem til þeirra eru gerðar í mannvirkjagerð. Því er mikilvægt að upplýsingar um eiginleika byggingarvöru, sem varða grunnkröfur um mannvirki, séu aðgengilegar og áreiðanlegar og er það á ábyrgð framleiðenda að láta meta þessa eiginleika með prófunum og/eða útreikningum og setja fram í fylgiskjölum vörunnar.

Hönnuðir mannvirkja eiga að setja fram kröfur til þeirra eiginleika byggingarvara sem eru mikilvægir, með tilliti til grunnkrafna um mannvirki, en þá getur notandi, t.d. iðnmeistari, metið nothæfi byggingarvara í viðkomandi mannvirkjagerð.