Aðrar byggingarvörur (ekki CE-merktar)

Ef ekki er til samhæfður staðall um byggingarvöru er óheimilt að CE-merkja vöruna (þó er það heimilt ef til er evrópskt tæknimat fyrir vöruna). Gerð er krafa um að mikilvægir eiginleikar vörunnar séu metnir og settir fram í yfirlýsingu um nothæfi

Um markaðssetningu slíkra vara gildir III. kafli laga um byggingarvörur nr. 114/2014. Leiðbeiningarnar hér að neðan snúa að því regluverki.

Ef ekki fylgir yfirlýsing um nothæfi er byggingarvaran ólögleg á markaði.