Kvörðunarvottorð og rekjanleiki þeirra
Kvörðunarvottorð og rekjanleiki þeirra
Vottorð í samræmi við staðal
Vottorð fyrir kvarðanir frá kvörðunarþjónustu HMS fylgja kröfum ISO 17025 í öllum þáttum fyrir faggiltar kvarðanir og að svo miklu leyti sem unnt er fyrir ófaggiltar kvarðanir. Kvörðunaraðferðir Neytendastofu fyrir lóð, vogir og hitamæla hlutu faggildingu frá bresku faggildingarstofunni United Kingdom Accreditation Service (UKAS) þann 14. okt. 2005 og fékk HMS faggildingarnúmerið 0823.
Aðferðir kvörðunarþjónustu
Unnið er eftir skjalfestum verklagsreglum. Mat er lagt á óvissu og óvissureikningar fara eftir viðurkenndum aðferðum frá Faggildingarsamvinnu Evrópu, European co-operation for Accreditation (EA), sjá skjal EA-4/02 .
Rekja má óvissuútreikninga í prófunarskýrslum á bak við hverja kvörðun og í skýrslum um athuganir sem gerðar hafa verið á stöðugleika, endurtekningahæfni og fleiri eiginleikum kvörðunarbúnaðar.
Rekjanleiki helstu mæligrunna HMS
Massamæligrunnar eru kvarðaðir hjá Researce Institutes of Sweden (RI) í Svíþjóð.
Hitamæligrunnur er kvarðaður hjá National Physical Laboratory (NPL) í Englandi.
Rafmæligrunnur er kvarðaður hjá Researce Institutes of Sweden(RI) í Svíþjóð.
Þrýstingsmæligrunnur er kvarðaður hjá WIKA í Þýskalandi.
Farið er eftir verklagsreglur við flutning mæligrunna.