Tryggð byggð

Tryggð byggð er samstarfsvettvang allra þeirra sem koma að húsnæðismálum á landsbyggðinni. Á heimasíðu vettvangsin er hægt að sjá yfirlit yfir upplýsingar um sérstök landsbyggðarlán, stofnframlög og byggðaframlög, samstarf við opinbera leigufélagið Bríeti og stuðning sem HMS veitir á hönnunar- og undirbúningsstigi.

Verkefnið Tryggð byggð heldur utan um og kynnir möguleikana sem nú eru fyrir hendi, en voru ekki til áður, til að endurnýja og byggja nýtt húsnæði á landsbyggðinni með stuðningi ríkisins og sveitarfélaga á hverjum stað. Markmiðið er að tryggja að fólk geti flutt út á land í leit að atvinnu, eða af öðrum ástæðum, og fengið húsnæði við hæfi.