Um Húsnæðis- og mannvirkjastofnun
Um Húsnæðis- og mannvirkjastofnun
Um Húsnæðis- og mannvirkjastofnun
Um Húsnæðis- og mannvirkjastofnun
Jafnréttisáætlun
Jafnréttisáætlun
Markmið og umfang
Jafnréttisáætlun HMS miðar að því að tryggja jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna og er unnin í samræmi við lög nr. 150/2020 um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna.
Leiðarljós áætlunarinnar er að HMS sé eftirsóknarverður vinnustaður þar sem jafnrétti og jafnræði kynjanna er virt í hvívetna, að allt starfsfólk eiga jafna möguleika og að starfsfólk sæti ekki mismunun í starfi.
Launajafnrétti
HMS skuldbindur sig til þess að greiða sömu laun fyrir sömu eða jafnverðmæt störf. Með jöfnun launum er átt við að laun skulu ákveðin á sama hátt fyrir alla, óháð kyni, uppruna eða öðrum ómálefnalegum þáttum.
Markmið: Að öll kyn hafi jöfn laun og njóti sömu kjara fyrir sömu eða jafn verðmæt störf.
Aðgerðir | Ábyrgð | Tímarammi |
---|---|---|
Stefnur og aðgerðaráætlanir í jafnlaunamálum séu kynntar og aðgengilegar starfsfólki | Teymisstjóri mannauðs | Stöðugt í gangi |
Framkvæma árlega launagreiningu með það að markmiði að mæla hvort kynbundinn launamunur sé til staðar | Aðstoðarforstjóri | Lokið í janúar ár hvert |
Kynna niðurstöður launagreininga fyrir stjórnendum og starfsfólki | Aðstoðarforstjóri | Lokið í janúar ár hvert |
Markmið: Að mældur launamunur í launagreiningu sé innan við +/- 2%.
Aðgerðir | Ábyrgð | Tímarammi |
---|---|---|
Leiðrétta laun ef fram kemur óútskýranlegur munur á launum kynjanna | Aðstoðarforstjóri | Stöðugt |
Laus störf, starfsþjálfun, endurmenntun og símenntun
Það er stefna HMS að öll störf sem laus eru til umsóknar skulu standa öllum kynjum opin, sbr. þó 2. mgr. 16. gr. jafnréttislaga um sértækar aðgerðir til að jafna stöðu þess kyns sem hallar á.
HMS leggur einnig ríka áherslu á að tryggja öllu starfsfólki sömu möguleika til endurmenntunar, símenntunar og starfsþjálfunar og til að sækja námskeið sem haldin eru á vegum HMS.
Markmið: Að öll störf standi opin öllum kynjum
Aðgerðir | Ábyrgð | Tímarammi |
---|---|---|
Auglýsingar um laus störf eru skrifaðar þannig að þær höfði til allra kynja | Teymisstjóri mannauðs | Stöðugt í gangi |
Kyngreind samantekt yfir auglýst störf, umsækjendur og ráðningar | Teymisstjóri mannauðs | Greining liggi fyrir í janúar ár hvert |
Markmið: Að jafna kynjahlutfallið í starfsmannahópnum, þ.m.t. í hópi stjórnenda
Aðgerðir | Ábyrgð | Tímarammi |
---|---|---|
Samantekt á kynjahlutföllum í starfsmannahópnum | Teymisstjóri mannauðs | Greining liggifyrir í janúar ár hvert |
Markmið: Að starfsþjálfun, endurmenntun og símenntun sé aðgengileg öllum kynjum.
Aðgerðir | Ábyrgð | Tímarammi |
---|---|---|
Árleg greining á kynjaskiptingu starfsfólks sem sækir námskeið eða aðra skipulagða endurmenntun/símenntun á vegum HMS | Teymisstjóri mannauðs | Greining liggi fyrir í janúar ár hvert |
Ef óútskýrður halli kemur í ljós varðandi kynjaskiptingu verði brugðist við | Teymisstjóri mannauðs | Þegar við á |
Samræming vinnu og fjölskyldulífs
HMS leggur áherslu á að samræma starfsskyldur starfsfólks hjá HMS og fjölskyldulíf og mun gera nauðsynlegar ráðstafanir til að tryggja samræmingu vinnu og fjölskyldulífs.
Ráðstafanir skulu m.a. tryggja sveigjanleika í skipulagningu á vinnu og vinnutíma, þar sem því verður viðkomið, þannig að tekið er tillit til vinnu og fjölskyldulífs. Starfsfólki verður einnig gert auðveldara að koma aftur til starfa eftir fæðingar- og foreldraorlof.
Markmið: Að vera fjölskylduvænn vinnustaður
Aðgerðir | Ábyrgð | Tímarammi |
---|---|---|
Kynna starfsfólki stefnu HMS þegar kemur að samræmingu fjölskyldu- og atvinnulífs | Teymisstjóri mannauðs | Stöðugt í gangi |
Markmið: Að foreldrar nýti rétt sinn varðandi foreldra- og fæðingarorlof og vegna veikinda barna
Aðgerðir | Ábyrgð | Tímarammi |
---|---|---|
Kynna starfsfólki réttindi og skyldur þegar kemur að fæðingar- og foreldraorlofi og réttindi og skyldur vegna fjarvista vegna veikinda barna | Teymisstjóri mannauðs | Stöðugt í gangi |
Kynbundið ofbeldi, kynbundin og kynferðisleg áreitni
HMS mun gera nauðsynlegar ráðstafanir til að koma í veg fyrir að starfsfólk verði fyrir einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi, hvort sem er af hendi samstarfsfólks, stjórnenda eða viðskiptavina.
Markmið: Að kynbundið ofbeldi, kynbundin áreitni, kynferðisleg áreitni eða einelti sé ekki liðið á vinnustaðnum
Aðgerðir | Ábyrgð | Tímarammi |
---|---|---|
Að forvarnar- og viðbragðsáætlun sem tekur á kynbundnu ofbeldi, kynbundnu og kynferðislegri áreitni og á einelti sé til staðar fyrir vinnustaðinn | Aðstoðarforstjóri | Stöðugt í gangi |
Fræðsla fyrir alla starfsmenn um viðbragðsáætlun sem tekur á einelti, kynferðislegu og kynbundnu áreitni og ofbeldi | Teymisstjóri mannauðs | Stöðug í gangi |
Ábyrgð, eftirfylgni og gildistími
Ábyrgðarmaður jafnlaunakerfis HMS ber ábyrgð á eftirfylgni áætlunarinnar, en árlega er farið yfir stöðu markmiða og verkefna á rýnifundi stjórnenda í tengslum við jafnlaunavottun.
Jafnréttisáætlunin er í sífelldri þróun, eins og aðrar stefnur HMS.
Jafnréttisáætlun þessi var samþykkt af stjórn HMS þann 20.01.2023 og verður endurskoðuð innan þriggja ára.