Um Húsnæðis- og mannvirkjastofnun
Um Húsnæðis- og mannvirkjastofnun
Um Húsnæðis- og mannvirkjastofnun
Um Húsnæðis- og mannvirkjastofnun
Jafnlaunastefna
Jafnlaunastefna
Markmið og umfang
Það er markmið með jafnlaunastefnu Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) að starfsfólk stofnunarinnar hafi jöfn laun fyrir sömu eða jafnverðmæt störf þannig að enginn ómálefnalegur launamunur sé til staðar á vinnustaðnum. Stefnan á við um alla starfsmenn HMS og á við á öllum starfsstöðvum stofnunarinnar. Jafnlaunastefnan er í samræmi við jafnréttisáætlun HMS.
Lýsing og framkvæmd stefnunnar
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun starfrækir jafnlaunakerfi í samræmi við jafnlaunastaðall til að vega störf og verðmeta þau og til að tryggja að stofnunin starfi samkvæmt viðeigandi lögum, reglugerðum og kjarasamningum. Stofnunin skuldbindur sig til að framfylgja lögum nr. 150/2020 um jafna stöðu og rétt kynjanna, auk annarra laga og krafna er um stofnunina gilda og koma til grundvallar jafnlaunakerfi HMS.
Ábyrgð og rýni
Forstjóri HMS ber ábyrgð á að farið sé eftir jafnlaunastefnunni. Hann ber einnig ábyrgð á að kröfum jafnréttislaga og jafnlaunastaðals (ÍST 85:2012) sé fullnægt. Framkvæmdastjórn ber ábyrgð á því að stefnunni sé viðhaldið, hún sé rýnd og endurskoðuð reglulega. Brugðist er við óútskýrðum launamun með aðgerðaráætlun um endurbætur. Framkvæmdastjórn yfirfer allar athugasemdir um frábrigði og ber endanlega ábyrgð á að þau séu meðhöndluð og að tekið sé mið af athugasemdum vottunaraðila og starfsmanna. Framkvæmdastjórn ber ábyrgð á því að jafnlaunastefnan sé kynnt fyrir starfsmönnum og að jafnlaunastefna þessi sé aðgengileg á vef stofnunarinnar.
Lagalegar kröfur og aðrar kröfur
Ábyrgðaraðili jafnlaunkerfisins ber ábyrgð á að vakta lög- og reglugerðir sem um stofnunina gilda og tryggja að stofnunin uppfylli ytri kröfur. Jafnlaunastefna HMS skal vera í samræmi við viðeigandi kröfur og samhliða innri úttektum skal rýna lögin m.t.t. breytinga frá síðustu úttekt.
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hlaut jafnlaunavottun sem byggist á Jafnlaunastaðlinum ÍST 85:2012 árið 2024 og gildir til 2027. Jafnlaunavottuninni hefur verið viðhaldið og fer viðhaldsvottun fram í janúar ár hvert, síðast í janúar 2024. Meginmarkmið jafnlaunavottunar er að vinna gegn kynbundnum launamun og stuðla að jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði.
Það er markmið með jafnlaunastefnu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) að allt starfsfólk stofnunarinnar hafi jöfn laun fyrir sömu eða jafnverðmæt störf þannig að enginn ómálefnalegur launamunur sé til staðar á vinnustaðnum sem og þau réttindi sem eru tilgreind í lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna nr. 150/2020 sem tóku gildi 29. desember 2020.
Hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun er það kappsmál að við launaákvarðanir sé ekki mismunað á grundvelli kyns, aldurs, uppruna eða annarra þátta.
Gildistími og endurskoðun
Jafnlaunastefna þessi var samþykkt af stjórn HMS þann 20.01.2023 og verður endurskoðuð innan þriggja ára.