Norrænt samstarf

HMS er í öflugu samstarfi við systurstofnanir sínar á Norðurlöndunum um vistvæna mannvirkjagerð.

Ráðstefnan Nordic Climate Forum for Construction verður haldin á Íslandi þann 27. september 2021.

Þann 29. maí 2018 ræddu byggingamálaráðherrar Norðurlandanna samstarf um hugsanlega samræmingu á byggingaregluverki landanna varðandi loftslagsmál.

Sú afstaða var ítrekuð þann 10. október 2019 þegar ráðherrarnir undirrituðu yfirlýsingu um minnkandi kolefnisspor frá byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð. Í yfirlýsingunni kemur m.a. fram að ráðherrarnir samþykki að halda áfram samstarfi um samræmingu viðeigandi aðgerða, aðferða, gagna, tækja og stefnu um kolefnishlutlausar byggingar. Slíku samtali var formlega komið á 2019 þegar stofnað var til samráðsvettvangs norrænu húsnæðis- og mannvirkjastofnananna sem ber yfirskriftina The Nordic Dialogue Forum for LCA, climate and buildings.

Í tengslum við þessa þróun var ráðstefnan Nordic Climate Forum for Construction 2019 haldin í Malmö í október 2019 og Nordic Climate Forum for Construction 2020 í netheimum í ágúst 2020.

Gengið er út frá því að ráðstefnan verði árlegur viðburður sem haldinn er í þeim tilgangi að eiga samtal um hvernig Norðurlöndin geti komið betri stjórn á umhverfisáhrif byggingariðnaðarins og dregið úr losun frá húsnæðis- og mannvirkjagerð. Viðburðurinn er skipulagður af húsnæðis- og mannvirkjastofnunum á Norðurlöndunum, Swedish Life Cycle Center og Norrænu ráðherranefndinni.

Ráðstefnan Nordic Climate Forum for Construction verður haldin á Íslandi þann 27. september 2021.

Ráðstefnan Nordic Climate Forum for Construction verður haldin á Íslandi þann 27. september 2021.

Hér má sjá mynd af norrænu ráðherrunum sem var tekin í október 2019.

Myndin er af vef Stjórnarráðsins

Hér má sjá mynd af norrænu ráðherrunum sem var tekin í október 2019.

Myndin er af vef Stjórnarráðsins