Fylgigögn umsóknar

Öll tilskilin gögn þurfa að berast svo hægt sé að taka umsókn til efnislegrar meðferðar. Það er því mikilvægt að umsækjendur leggi sig fram við að skila þeim gögnum sem fylgja eiga með umsókn, sbr. 12. gr. laga um almennar íbúðir nr. 52/2016 og 14. gr. reglugerðar nr. 183/2020. Með þeim hætti er auðveldara fyrir starfsmenn HMS að liðsinna umsækjendum um ágalla sem kunna að vera á umsóknum eða fylgigögnum. Hluti af þeim gögnum sem á að skila samkvæmt reglugerðinni er innbyggt í umsóknarformið sem umsækjendur þurfa að fyllta út.

Önnur nauðsynleg fylgigögn umsóknar um stofnframlag, sem skila þarf sem viðhengi með umsókn í gegnum umsóknarform á heimasíðu HMS, eru eftirfarandi:

Fylgi­gögn