Forgangsreglur við úthlutun
Við afgreiðslu umsókna er HMS skylt að miða við að a.m.k. fjórðungur þess fjármagns sem er til úthlutunar hverju sinni renni til byggingar eða kaupa á íbúðarhúsnæði á vegum sveitarfélaga. Er þá um að ræða húsnæði sem sveitarfélög úthluta og er ætlað þeim sem sveitarfélögum ber sérstök lagaskylda til að veita úrlausn í húsnæðismálum, svo sem vegna fötlunar eða þegar aðstæður á borð við lágar tekjur, þunga framfærslubyrði eða aðrar félagslegar aðstæður leiða til þess að þeir geta ekki séð sér fyrir húsnæði sjálfir.
Eftir breytingu á lögum um almennar íbúðir sem tók gildi 1. janúar 2020 skal HMS einnig miða við að a.m.k. tveir þriðju hlutar þess fjármagns sem er til úthlutunar hverju sinni renni til íbúða sem ætlaðar eru tekju- og eignaminni leigjendum á vinnumarkaði.
Víkja má frá framangreindum reglum ef hlutföll umsókna um íbúðir af þessum tegundum eru lægri.