Húsnæðissjálfseignarstofnanir

Húsnæðissjálfseignarstofnun (hses) er ein tegund af sjálfseignarstofnun sem hefur fengið leyfi ráðherra til að byggja eða kaupa, eiga og hafa umsjón með rekstri og viðhaldi almennra íbúða og er falið að veita þjónustu í almannaþágu samkvæmt lögum nr. 52/2016.

Lög um sjálfseignarstofnanir sem stunda atvinnurekstur gilda um húsnæðissjálfseignarstofnanir að því marki sem lög nr. 52/2016 kveða ekki á um þætti í starfsemi þeirra. Þá skulu samþykktir eða skipulagsskrá húsnæðissjálfseignarstofnunar hafa hlotið staðfestingu ráðherra áður en hún hefur starfsemi sína og bera orðið húsnæðissjálfseignarstofnun í heiti sínu eða skammstöfunina hses. 

Hvern­ig stofna ég hús­næð­is­sjálfs­eign­ar­stofn­un?