Um stofnframlög

Heimild til úthlutunar stofnframlaga byggir á lögum um almennar íbúðir nr. 52/2016. Lögin voru samþykkt á Alþingi í júní 2016 í kjölfar samkomulags verkalýðshreyfingarinnar og stjórnvalda í tengslum við kjaraviðræður árið 2015.

Markmið laganna er að bæta húsnæðisöryggi fjölskyldna og einstaklinga, sem eru undir tekju- og eignamörkum með því að auka aðgengi að öruggu og viðeigandi leiguhúsnæði. Þá er markmið laganna einnig að stuðla að því húsnæðiskostnaður sé í samræmi við greiðslugetu leigjenda og fari að jafnaði ekki umfram fjórðung tekna.