Hægt er að miðla samningum á pappírsformi til HMS til skráningar í rafræna leiguskrá HMS. Samningur þarf að vera útfylltur, undirritaður af aðilum og undirskriftir vottaðar. Afrit af samningum er hægt að senda í tölvupósti á leiguskra@hms.is eða í pósti til stofnunarinnar. Starfsfólk HMS mun þá skrá samninginn í leiguskrá og tilkynna aðilum þegar skráning hefur farið fram.