Eyðublöð og tilkynningar
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun gefur út eyðublöð á rafrænu formi er varðar húsaleigusamninga og úttektaryfirlýsingu. Hægt er að fylla inní eyðublöðin og prenta þau út til undirritunar. Þá er hægt að skoða sýnishorn af tilkynningum sem samningsaðilar geta sent sín á milli.
Hér er hægt að nálgast húsaleigusamning á pappírsformi
Yfirlýsing um úttekt á íbúðarhúsnæði
Hér má nálgast sýnishorn af tilkynningum
Hægt er að miðla samningum á pappírsformi til HMS til skráningar í rafræna leiguskrá HMS. Samningur þarf að vera útfylltur, undirritaður af aðilum og undirskriftir vottaðar. Afrit af samningum er hægt að senda í tölvupósti á leiguskra@hms.is eða í pósti til stofnunarinnar. Starfsfólk HMS mun þá skrá samninginn í leiguskrá og tilkynna aðilum þegar skráning hefur farið fram.