Rafræn skráning leigusamnings

Með rafrænni skráningu leigusamnings minnkar umstang aðila leigusamnings til muna þar sem t.d. notast er við rafræna undirritun, vottar eru óþarfir og ekki er lengur gerð krafa um þinglýsingu fyrir þá sem ætla sækja um húsnæðisbætur. Aukið öryggi er á skráningunni þar sem færri hendur koma að henni og hún er umhverfisvænni með minni pappírsnotkun.

Ef það eru fleiri aðilar sem bjóða upp á rafræna skráningu leigusamninga má hafa samband við HMS í gegnum netfangið hms@hms.is og við munum hafa samband eins fljótt og auðið er.