Leigufélög

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun er heimilt að veita lán til óhagnaðardrifinna leigufélaga.Einungis fullbúnar eignir eru lánshæfar. HMS er heimilt að greiða út lán vegna byggingar íbúða á framkvæmdatíma að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. 

Frekari upplýsingar um skilyrði þessara lánveitinga er m.a. að finna í V. kafla reglugerðar nr. 805/2020 um lánveitingar HMS til leigufélaga.