Áreiðanleikakönnun lögaðila
HMS ber að kanna áreiðanleika viðskiptamanna sinna og við upphaf viðvarandi samningssambands þarf að framkvæma áreiðanleikakönnun og síðan með reglubundnum hætti. Með áreiðanleikakönnun er HMS að sinna eftirliti með peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.
Allir lögaðilar sem eru viðskiptavinir HMS þurfa að sanna á sér deili með eftirfarandi hætti: Með framlagningu vottorðs úr fyrirtækjaskrá ríkisskattstjóra eða sambærilegri opinberri skrá með heiti, heimilisfangi og kennitölu eða sambærilegum upplýsingum. Prókúruhafar og aðrir þeir sem hafa sérstaka heimild til að koma fram fyrir hönd viðskiptavinar gagnvart HMS, þar með taldir framkvæmdastjórar og stjórnarmenn, skulu sanna á sér deili. Jafnframt skulu aðilar sýna fram á að þeir séu réttilega að prókúru eða sérstakri heimild komnir.
Áreiðanleikakönnun lögaðila
Athugið að nauðsynlegt er að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum.
Áreiðanleikakönnun lögaðila
Athugið að nauðsynlegt er að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum.
Áreiðanleikakönnun aðila sem tengjast lögaðila
Athugið að nauðsynlegt er að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum.
Áreiðanleikakönnun aðila sem tengjast lögaðila
Athugið að nauðsynlegt er að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum.