Skilmálabreytingar
Hægt er að gera ýmsar breytingar á skuldabréfum eftir að búið er að gefa þau út. Stundum getur verið hagstæður kostur að flytja lán með sér á nýja eign sem verið er að kaupa og yfirtaka á eldri lánum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar getur einnig verið hagstæður kostur, einkum ef kjör þeirra eru góð og liðið er á lánstímann.
Athugið að öllum breytingum á lánum verður að þinglýsa og í sumum tilvikum þarf samþykki síðari veðhafa og ef til vill greiðslumat.