Ráðgjöf

Þegar greiðsluvandi er fyrir hendi er mikilvægt að skoða allar mögulegar leiðir til að leysa hann. Auk úrræða Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar og Umboðsmanns skuldara geta verið fleiri kostir í stöðunni eins og t.d.:

  • Endurfjármögnun lána​
  • Frjáls sala íbúðar á markaði​
  • Aðrar lausnir hjá fjármálastofnunum
  • Bera saman lánakosti

Endurfjármögnun lána​

Mikið framboð er af lánakostum hjá bönkum, lífeyrissjóðum og öðrum fjármálafyrirtækjum. Lána-

kostir í dag eru fleiri með betri kjörum en voru á lánum sem tekin voru fyrir nokkrum árum.​

Í endurfjármögnun felst:​

  • Nýtt lán tekið til að greiða upp eldra og óhagstæðara lán​.
  • Greiða þarf lántökugjöld vegna lántökunnar​.
  • Mögulega þarf sömuleiðis að greiða umsýslugjöld og kostnað vegna greiðslumats.​
  • Skoða þarf hvort uppgreiðslugjöld eru á núverandi lánum og taka tillit til þeirra í mati á valkostum.​
  • Reiknivélin „Bera saman lánakosti“ er gott tæki til að leggja mat á hvort endurfjármögnun skilar árangri.

Frjáls sala á markaði​

Með frjálsri sölu undirveðsettrar íbúðar á markaði getur skuldari leyst út eigið fé sem byggst hefur upp í eigninni og nýtt það til að kaupa ódýrari íbúð og/eða kaupa íbúð með fjármögnun sem hentar betur fjárhagsstöðu skuldara.

​Ef umsækjandi uppfyllir ekki skilyrði um að fá greiðsluúrræði og ekki finnst önnur lausn á greiðsluvanda hans getur þessi leið verið góður kostur til að standa vörð um þá eignastöðu sem hefur byggst upp í íbúðinni.

Aðrar lausnir hjá fjármálastofnunum​

Kynntu þér þá kosti og þau greiðsluúrræði sem standa skuldurum til boða hjá öðrum lánastofnunum, ef það á við. ​

​Lausnir og úrræði vegna greiðsluvanda geta verið misjöfn hjá fjármálastofnunum og mikilvægt er að kynna sér vel þá kosti sem standa til boða.