Umsókn um niðurfellingu á eftirstæðri kröfu

Umsókn um niðurfellingu á eftirstæðri kröfu

Slík krafa getur myndast eftir:

 • Uppboð: Krafa sem stendur eftir uppboð verður til ef markaðsverð eignar sem seld er á uppboði er lægra en eftirstöðvar skulda: Þá myndast krafa á skuldara sem nemur fjárhæð umfram markaðsverð. Krafan er án veðtryggingar.
 • Frjálsa sölu yfirveðsettrar eignar: Krafan er sú upphæð sem stendur eftir við frjálsa sölu á markaði og nemur þeim hluta áhvílandi lána sem er hærri en söluverð eignarinnar. Við frjálsa sölu þarf allt söluverð eignarinnar að fara til greiðslu kröfunnar en þó er heimilt að greiða af söluverði sölukostnað fasteignasala, hámark 1,5%, sjá nánar Frjáls sala yfirveðsettrar eignar.
 • Afmáning krafna umfram markaðsverðs í kjölfar greiðsluaðlögunar.

Eftirstæð krafa, til upplýsinga:

 • Krafan kemur fram á vanskilaskrá Creditinfo að hámarki í 4 ár.
 • Krafan er ekki í innheimtu og ber ekki vexti eða verðbætur. Hægt er að sækja um staðfestingu þess efnis með því að senda tölvupóst á innheimta@hms.is.
 • Fyrningarfrestur kröfunnar er 10 ár. Fyrningarfrestur miðast við uppboðsdag ef um uppboð er að ræða og dagsetningu kaupsamnings ef um er að ræða frjálsa sölu yfirveðsettrar eignar. Ef fyrningarfrestur er rofinn hefst nýr fyrningarfrestur skv. lögum um fyrningu kröfuréttinda. Krafan er sýnileg í skuldastöðuyfirliti Creditinfo þar til hún er uppgreidd eða fyrnd.
 • Frá stofnun kröfunnar er ávallt í boði að gera greiðslusamning um greiðslu helmings kröfu og þá er helmingur á móti felldur niður.
 • Samkvæmt 6. gr. reglugerðar nr. 359/2010 um meðferð krafna sem glatað hafa veðtryggingu (með síðari breytingum) er stjórn heimilt að liðnum þremur árum frá sölu fasteignar að afskrifa kröfur sem glatað hafa veðtryggingu skv. 1. og 2. mgr. 2. gr. reglugerðarinnar. Heimild til afskrifta að þremur árum liðnum eftir stofnun kröfu byggir á eftirfarandi skilyrðum um tekju- og eignamörk:Tekjumiðmið einstaklings 4.864.000 kr. á ári
  Tekjuviðmið hjóna 5.735.000 kr. á ári
  Viðbót vegna barna 765.000 kr. v/hvers barns
  Eignamörk 8.725.000 kr.

 Heimilt er að veita undanþágu frá ofangreindum skilyrðum ef sérstakar málefnalegar ástæður liggja fyrir. Meta skal fjárhagsstöðu skuldara með framkvæmd greiðsluerfiðleikamats og er heimilt að semja um niðurfellingu á grundvelli mats á greiðslugetu.

 

Nánari upplýsingar:

Reglugerð um meðferð krafna sem glatað hafa veðtryggingu, nr. 359/2010, sbr. 534/2015 og 1138/2018.