Innheimtuferlið​

Ef skuldari getur ekki greitt mánaðarlegar greiðslur fer innheimtuferli af stað sem hefur í för með sér að dráttarvextir og viðbótar kostnaður leggst á skuldina til viðbótar við gjaldfallnar greiðslur.

Kostnaður við innheimtu fer vaxandi eftir því sem krafan er lengra komin í innheimtuferlinu. Dráttarvextir reiknast frá og með gjalddaga og fram að greiðsludegi. Hægt er að óska eftir samningi um greiðslu vanskila sé löginnheimta ekki hafin með sendingu nauðungarsölubeiðni til sýslumanns.  Markmið vanskilasamninga er að gera umsækjanda kleift að greiða niður vanskil og koma láni/lánum í skil.

Inn­heimta - skref fyr­ir skref