Bráðabirgðagreiðslumat
Ertu að íhuga fasteignakaup en veistu ekki hvað eignin má kosta? Þá getur þú notað bráðabirgðagreiðslumat Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar til að áætla greiðslugetu þína miðað við uppgefið eigið fé. Til þess að matið gefi sem raunhæfasta mynd leggjum við áherslu á að þær upplýsingar sem þú notar við gerð matsins gefi rétta mynd af fjárhagsstöðu þinni, til að mynda upplýsingar um tekjur og útgjöld.
Þegar niðurstaða úr bráðabirgðagreiðslumatinu liggur fyrir er gagnlegt að nota reiknivélina Bera saman lánakosti til að bera saman lán og lánakosti sem bjóðast á markaðinum og einnig til að taka ákvörðun um hvort skynsamlegt sé að yfirtaka lán frekar en að taka ný lán. Athugið að kanna til hlítar skilmála lána áður en tekin er ákvörðun um yfirtöku.
Bráðabirgðagreiðslumat
Mikilvægt er að kanna greiðslugetu áður en kauptilboð er gert í fasteign.
Bráðabirgðagreiðslumat
Mikilvægt er að kanna greiðslugetu áður en kauptilboð er gert í fasteign.