Greiðslu- og lánshæfismat

Hluti af lánsumsóknarferli HMS er gerð greiðslumats, sem framkvæmt er í samstarfi við Creditinfo og er gjald vegna greiðslumats innheimt skv. gjaldskrá Creditinfo hverju sinni sem kostar í dag 7.420 kr.* fyrir einstakling og 14.310kr.* fyrir hjón. Gefi leit í gagnagrunnum um fjárhagsmál-efni og lánstraust neikvæða niðurstöðu er greiðslu- og lánshæfismati synjað og fær lántaki þá sendar upplýsingar um niðurstöður leitar í gagnagrunni. Þegar umsækjandi hefur lokið við gerð greiðslumats fær hann eftirtalin gögn í tölvupósti: Niðurstöður greiðslumats, staðlað eyðublað, gögn frá Neytendastofu, drög að lánasamningi, niðurgreiðslutöflu, greiðsluáætlun og skýringar og ráðgjöf lánveitanda.

*Getur tekið breytingum samkvæmt gjaldskrá Creditinfo.

Spurn­ing­ar og svör um greiðslu­mat

Þegar umsækj­andi hefur kannað greiðslugetu sína með gerð greiðslu- og láns­hæf­is­mats og borið saman lána­kosti á markaðinum með stöðluðu upplýs­ingablaði er næsta skref að sækja um lán.

Smelltu hér til að hefja lánsumsókn

Smelltu hér til að hefja lánsumsókn