Spurt og svarað
Hér er hægt að nálgast svör við algengum spurningum um húsnæðisbætur.
Einnig er hægt að hafa samband við okkur á opnunartíma í gegnum síma 440-6400 eða með því að senda tölvupóst á netfangið hms[hjá]hms.is.
Réttur til húsnæðisbóta
Húsnæðisbætur eru mánaðarlegar greiðslur sem eru ætlaðar til að aðstoða þá sem leigja, hvort sem er í félagslega kerfinu, námsgörðum eða á hinum almenna leigumarkaði.
Markmið laga um húsnæðisbætur er að lækka húsnæðiskostnað efnaminni leigjenda vegna leigu á íbúðarhúsnæði. Við útreikning húsnæðisbóta er tekið mið af tekjum og eignum allra heimilismanna, 18 ára og eldri, leigufjárhæð og fjölda heimilismanna sem búsettir eru í viðkomandi leiguhúsnæði.
Umsækjandi þarf að hafa náð 18 ára aldri
- Einstaklingar yngri en 18 ára sækja um húsnæðisstuðning frá sínu sveitarfélagi.
Umsækjandi þarf að vera búsettur í húsnæðinu og eiga þar lögheimili
Undanþágur frá skilyrði um búsetu :
Þrátt fyrir skilyrði um búsetu getur einstaklingur átt rétt til húsnæðisbóta þótt hann eigi skráð lögheimili annars staðar á Íslandi, hafi hann tímabundið aðsetur í húsnæðinu vegna:
- náms – Leggja þarf fram staðfestingu á skólavist.
- veikinda – Leggja þarf fram læknisvottorð því til staðfestingar.
- dvalar á áfangaheimili – Leggja þarf fram staðfestingu áfangaheimilis á tímabundinni búsetu.
- tímabundinnar vinnu fjarri lögheimili – Leggja þarf fram ráðningarsamning því til staðfestingar.
Umsækjandi þarf að vera aðili að leigusamningi um íbúðarhúsnæði sem sé til a.m.k. þriggja mánaða og skráður hefur verið í Húsnæðisgrunn HMS
Undanþágur fá skráningu þegar um er að ræða:
- Tímabundin afnot búseturéttarhafa skv. 15.mgr. 20.gr. laga um húsnæðissamvinnufélög, nr. 66/2003
- Gerðarþola skv. 6.tölul. 1.mgr. 28.gr. laga um nauðungarsölu nr. 90/1991
- Leigjanda skv. 11.tölul. 1.mgr. 29.gr.sömu laga af íbúðarhúsnæði sem hann hafði við nauðungarsölu til eigin nota, í allt að tólf mánuði gegn greiðslu samkvæmt ákvörðun sýslumanns
Íbúðarhúsnæðið þarf að hafa að lágmarki eitt svefnherbergi, séreldunaraðstöðu og sérbaðherbergi
Undanþágur frá skilyrði um útbúnað húsnæðis:
Þrátt fyrir skilyrði um íbúðarhúsnæði er heimilt að greiða húsnæðisbætur þegar um er að ræða:
- Sambýli námsmanna á heimavistum eða námsgörðum.
- Sambýli fatlaðs fólks í húsnæðisúrræðum.
- Sambýli einstaklinga á áfangaheimilum.
Umsækjandi og aðrir heimilismenn, sem eru eldri en 18 ára, þurfa að gefa samþykki sitt til upplýsingaöflunar.
- Upplýsingaöflun tekur m.a. til tekna og eigna frá Ríkisskattstjóra, upplýsinga um lögheimili frá Þjóðskrá og upplýsinga um leigusamninga frá sýslumönnum og sveitarfélögum.
- Heimilismaður skráir sig inn á mínar síðum með eigin skilríkjum til þess að veita umboð. Einnig er hægt að fylla út umboðseyðublað á pappír.
Samanlagðar eignir allra heimilismanna eldri en 18 ára byrja að skerða bótarétt við 8.000.000 og skerða að fullu við 12.800.000.-
Hér er átt við nettó eign samkvæmt skattframtali þ.e. eignir – skuldir
Fjöldi heimilismanna: 1
- Neðri tekjumörk á ári: 5.388.983
- Efri tekjumörk á ári: 9.821.719
- Neðri tekjumörk á mánuði: 449.082
- Efri tekjumörk á mánuði: 818.477
Fjöldi heimilismanna: 2
- Neðri tekjumörk á ári: 7.127.364
- Efri tekjumörk á ári: 12.990.019
- Neðri tekjumörk á mánuði: 593.947
- Efri tekjumörk á mánuði: 1.082.502
Fjöldi heimilismanna: 3
- Neðri tekjumörk á ári: 8.344.232
- Efri tekjumörk á ári: 15.207.823
- Neðri tekjumörk á mánuði: 695.353
- Efri tekjumörk á mánuði: 1.267.319
Fjöldi heimilismanna: 4+
- Neðri tekjumörk á ári: 9.038.585
- Efri tekjumörk á ári: 16.474.149
- Neðri tekjumörk á mánuði: 753.215
- Efri tekjumörk á mánuði: 1.372.846
- Miðað er við samanlagðar skattskyldar tekjur allra heimilismanna 18 ára og eldri fyrir skatt
- Ef tekjur eru undir neðri tekjumörkum þá fást fullar bætur
- Ef tekjur eru yfir efri mörkum þá er enginn réttur til bóta
- Ef tekjur eru yfir neðri mörkum og undir efri mörkum þá eru bætur skertar
- Skerðingin er 11% af upphæðinni sem fer umfram neðri mörk
- Hér getur þú slegið inn þínar forsendur í reiknivél til þess að fá út áætlaða upphæð húsnæðisbóta á mánuði >> Hér
Hér að neðan má sjá upplýsingar hver óskert fjárhæð húsnæðisbóta er
Fjöldi heimilismanna: 1
- Hámarksbætur á ári: 487.601
- Hámarksbætur á mánuði: 40.633
Fjöldi heimilismanna: 2
- Hámarksbætur á ári: 644.892
- Hámarksbætur á mánuði: 53.741
Fjöldi heimilismanna: 3
- Hámarksbætur á ári: 754.995
- Hámarksbætur á mánuði: 62.916
Fjöldi heimilismanna: 4+
- Hámarksbætur á ári: 817.912
- Hámarksbætur á mánuði: 68.159
- Bótaréttur miðað við að tekjur séu undir neðri tekjumörkum, eignir undir skerðingarmörkum og húsnæðiskostnaður undir 75% af bótafjárhæð
- Grunnfjárhæðir húsnæðisbóta koma til endurskoðunar við afgreiðslu fjárlaga ár hvert
dfdf
Umsókn um húsnæðisbætur
- Þú sendir inn rafræna umsókn í gegnum mínar síður á vefsíðu HMS.
- Þú þarft að hafa rafræn skilríki eða íslykil til þess að skrá þig inn.
- Þú getur fyllt út pappírsumsókn
- Á skrifstofu HMS í Borgartúni 21.
- Prentar út hér, fyllir út og sendir okkur.
Óheimilt er að greiða húsnæðisbætur lengra aftur í tímann en þann mánuð sem umsókn er móttekin þó að leigusamningur hafi tekið gildi fyrr. Það er því mikilvægt að sækja um húsnæðisbætur í þeim mánuði sem leiga hefst eða fyrr.
Almennt er ekki þörf á að skila öðrum gögnum en umsókn um húsnæðisbætur og umboði heimilismanna ef við á.
HMS getur óskað eftir frekari gögnum ef talið er þörf á þeim fyrir afgreiðslu umsóknar.
- Ef frekari upplýsinga eða gagna er þörf verður haft samband við umsækjanda í gegnum mínar síður og í það netfang sem umsækjandi skráði í umsókn.
- Ef umsækjandi hefur óskað eftir að vera ekki í rafrænum samskiptum þá er óskað eftir gögnum með bréfi sem sent er í pósti á lögheimilisfang.
Skrá þarf leigusamning rafrænt í Húsnæðisgrunn HMS.
- Upplýsingar um rafrænt skráða samninga berast okkur í gegnum Húsnæðisgrunn HMS
- Ráðlegt er að senda inn umsókn um húsnæðisbætur í þeim mánuði sem leiga hefst eða fyrr.
- Umsækjandi þarf að vera skráður leigutaki á leigusamningi
- Við tryggjum ekki afgreiðslu fyrir mánaðarmót ef nauðsynleg gögn hafa ekki borist fyrir 20. hvers mánaðar. Ef umsókn er samþykkt eftir að umbeðin gögn hafa borist þá er greitt í næstu áætluðu greiðslu þar á eftir.
- Þeir sem eru búsettir og með lögheimili í leiguhúsnæðinu sem sótt er um vegna eiga að vera skráðir heimilismenn á umsókn, þar á meðal börn.
- Foreldri sem fær barnið sitt til sín að lágmarki 30 daga á ári getur skráð barnið sitt sem heimilismann jafnvel þó barnið sé með lögheimili hjá hinu foreldrinu.
- Eftir 18 ára aldur getur einstaklingur einungis verið skráður á eina umsókn.
- Heimilismenn 18 ára og eldri þurfa að veita umboð svo HMS geti aflað þeirra upplýsinga sem þarf til að afgreiða umsókn.
- Heimilismaður skráir sig inn á mínar síður með eigin skilríkjum til að veita umboð eftir að umsækjandi hefur sent inn umsókn og skráð heimilismann á hana.
- Hægt er að fylla út umboð á pappír hér.
Afgreiðsla umsóknar
Umsókn er afgreidd eftir miðjan þann mánuð sem hún er send inn í svo lengi sem leiga hefst í sama mánuði eða fyrr.
Dæmi :
Umsókn er send inn 15.05 en leiga hefst 01.06 þá er umsókn afgreidd eftir miðjan júní.
Umsókn er send inn 15.05 og leiga hófst 01.05 þá er umsókn afgreidd eftir miðjan maí.
- Öll samskipti fara fram á rafrænu formi eftir að rafræn umsókn er móttekin.
- Umsækjandi fær senda tilkynningu á skráð netfang um að bréf bíði hans undir "rafræn skjöl" á mínum síðum með niðurstöðu afgreiðslu umsóknar.
- Ef umsækjandi vill ekki vera í rafrænum samskiptum skal hafa samband við þjónustuver í síma 440-6400.
- Ef umsókn hefur verið fyllt út á pappír fær umsækjandi bréf með niðurstöðu sent á lögheimilisfang.
- Umsókn getur verið frestað ef vantar gögn eða upplýsingar til þess að afgreiða hana.
- Umsækjandi getur nálgast ástæðu frestunar undir samskipti og skjöl á mínum síðum.
- Umsækjandi þarf að bregðast við frestun innan þess frests sem gefinn er upp, en að þeim liðnum hefur HMS heimild til að synja umsókn.
- Ef umsækjandi telur sig þurfa lengri frest til að afla þeirra gagna sem vantar þá getur hann beðið um að frestur verði lengdur með því að hafa samband á hms@hms.is, senda inn fyrirspurn á mínar síður eða í síma 440-6400.
- Afgreiðslu og greiðslu bóta, þar sem við á, er frestað þar til umbeðin gögn hafa borist.
- Ef umsækjandi missir út greiðslu þá er hún greidd í næstu áætluðu greiðslu eftir að umsókn fæst samþykkt.
- Ef umbeðin gögn vegna frestunar berast ekki innan tímamarka eða frestun byggir á réttum forsendum sem valda því að bótaréttur er í raun ekki til staðar þá er umsókn synjað og ekki fást greiðslur vegna þeirrar umsóknar.
Leigusamningur ekki skráður rafrænt í Húsnæðisgrunn HMS
Umsækjandi þarf að vera skráður leigutaki á rafrænum leigusamningi. Hér er hægt að skrá samning rafrænt.
Umsækjandi eða heimilismaður á ekki lögheimili í leiguhúsnæðinu
Ef óviðráðanlegar aðstæður valda því að umsækjandi getur ekki fært lögheimili sitt þá skal senda skýringar ásamt viðeigandi gögnum og óska eftir undanþágu eða lengri frest á hms@hms.is eða í gegnum fyrirspurnir á mínum síðum.
Heimilismenn sem hafa lögheimili í leiguhúsnæðinu vantar á umsókn
- Allir þeir sem eru búsettir í leiguhúsnæðinu og hafa þar lögheimili skulu vera skráðir heimilismenn á umsókn.
- Umsækjandi skráir heimilismenn á umsókn sína á mínum síðum með því að smella á „bæta við heimilismönnum“ og vista breytingarnar.
- Athugið að heimilismenn 18 ára og eldri þurfa svo að staðfesta umsókn með því að skrá sig inn á mínar síður með eigin skilríkjum.
Tekjur eða eignir skerða húsnæðisbætur
- Ef umsækjandi telur tekjuáætlun ekki endurspegla tekjur hans á leigutímabili þá þarf hann að senda inn gögn því til rökstuðnings svo umsókn verði afgreidd að nýju.
- Ef umsækjandi telur eignir eða fjármagnstekjur sem skerða rétt hans til húsnæðisbóta hafa breyst frá síðasta skattframtali þarf hann að senda inn gögn því til rökstuðnings svo umsókn verði afgreidd að nýju.
- Ef upplýsingar um tekjur og eignir eru réttar þá er umsókn synjað vegna þess að ekki er réttur til bóta.
Húsnæðið uppfyllir ekki lágmarkskröfur um heimilisaðstöðu
- Ef umsækjandi telur þetta ekki rétt og að leiguhúsnæðið hafi í raun að minnsta kosti eitt svefnherbergi, sérsnyrtingu og séreldunaraðstöðu þá skal hann senda gögn því til rökstuðnings á hms@hms.is eða í gegnum fyrirspurnir á mínum síðum.
- Ekki verða veittar húsnæðisbætur vegna umsóknar.
- Ef umsækjandi bregst ekki við frestun innan uppgefins frests er litið svo á að réttur sé ekki til staðar og umsókn því synjað.
Synjunarástæður geta t.d. verið:
- Umbeðin gögn vegna frestunar hafa ekki borist innan þess frests sem gefinn var.
- Bætur eru þegar greiddar vegna sama húsnæðis.
- Leigusamningur er styttri en 3 mánuðir.
- Húsnæði uppfyllir ekki lágmarkskröfur um heimilisaðstöðu.
- Tekjur eða eignir heimilismanna skerða bætur að fullu.
- Heimilismaður er eigandi að leiguhúsnæðinu.
Ef umsækjandi telur forsendur hafa breyst frá synjun þá þarf að senda inn nýja umsókn
- Þá á umsækjandi rétt á greiðslu húsnæðisbóta.
- Upplýsingar um fjárhæð bóta miðað við heilan mánuð koma fram í samþykktarbréfi sem birtist á mínum síðum.
- Bætur verða greiddar í næstu áætluðu greiðslu eftir að umsókn er samþykkt en aldrei er greitt lengra aftur í tímann en þann mánuð sem umsókn er móttekin þrátt fyrir að leiga hafi hafist fyrr.
Athygli er vakin á því að breytingar á forsendum húsnæðisbóta hafa áhrif á rétt til bóta. HMS er heimilt að endurreikna húsnæðisbætur svo fjárhæð samræmist þeim breytingum sem orðið hafa á aðstæðum umsækjanda eða annarra heimilismanna frá samþykkt umsóknar.
- Nei. Óheimilt er að greiða húsnæðisbætur lengra aftur í tímann en þann mánuð sem umsókn er móttekin þrátt fyrir að leigusamningur hafi hafist fyrr. Réttur til greiðslu húsnæðisbóta myndast í þeim mánuði sem umsókn er móttekin séu skilyrði laga nr. 75/2016 um húsnæðisbætur uppfyllt.
- Það er mikilvægt að sækja um húsnæðisbætur í þeim mánuði sem leiga hefst eða fyrr.
- Ekki er hægt að tryggja að húsnæðisbætur verði greiddar um mánaðarmótin þar á eftir vegna umsókna sem berast eftir 20. hvers mánaðar en þá fer greiðsla fram í næstu áætluðu greiðslu þar á eftir, svo lengi sem umsókn fæst samþykkt.
- Já, hægt er að óska eftir endurupptöku á ákvörðun um rétt til húsnæðisbóta. Umsækjandi getur óskað eftir endurupptöku ef hann telur að nýjar upplýsingar og/eða gögn séu til staðar sem sýni fram á að ákvörðun hafi byggst á ófullnægjandi eða röngum upplýsingum, eða leitt til efnislega rangrar niðurstöðu.
- Beiðni um endurupptöku skal senda á hms@hms.is eða í gegnum fyrirspurnir á mínum síðum. Taka skal fram þær upplýsingar sem umsækjandi telur að hafi áhrif á ákvörðun og senda gögn eftir því sem við á því til rökstuðnings. Málið er í kjölfarið lagt fyrir nefnd sem tekur ákvörðun.
- Heimilt er að kæra ákvörðun um húsnæðisbætur til úrskurðarnefndar velferðarmála. Kærufrestur er þrír mánuðir frá dagsetningu tilkynningar um ákvörðun.
Útreikningur húsnæðisbóta
Rétt til húsnæðisbóta má endurskoða hvenær sem er og endurreikna fjárhæð húsnæðisbóta þannig að húsnæðisbætur verði í samræmi við þær breytingar sem orðið hafa á aðstæðum umsækjanda eða annarra heimilismanna.
Við útreikning húsnæðisbóta er tekið mið af tekjum og eignum allra heimilismanna 18 ára og eldri, leigufjárhæð og fjölda heimilismanna sem búsettir eru í viðkomandi leiguhúsnæði.
- HMS er skylt samkvæmt lögum að gera tekju- og eignaáætlun sem er lögð til grundvallar við útreikning húsnæðisbóta.
- Ný áætlun er gerð ársfjórðungslega.
- Við útreikning á húsnæðisbótum skal miða við þær tekjur sem koma til á leigutímabilinu.
- Útreikningur miðast ávallt við tekjur fyrir skatt.
Neðri tekjumörk á mánuði
Efri tekjumörk á mánuði
Fjöldi heimilismanna 1
- Hámarksbætur á mánuði: 40.633
- Neðri tekjumörk á mánuði: 449.082
- Efri tekjumörk á mánuði: 818.477
Fjöldi heimilismanna: 2
- Hámarksbætur á mánuði: 53.741
- Neðri tekjumörk á mánuði: 593.947
- Efri tekjumörk á mánuði: 1.082.502
Fjöldi heimilismanna: 3
- Hámarksbætur á mánuði: 62.916
- Neðri tekjumörk á mánuði: 695.353
- Efri tekjumörk á mánuði: 1.267.319
Fjöldi heimilismanna: 4+
- Hámarksbætur á mánuði: 68.159
- Neðri tekjumörk á mánuði: 753.215
- Efri tekjumörk á mánuði: 1.372.846
- Samanlagðar tekjur allra heimilismanna 18 ára og eldri fyrir skatt.
- Ef tekjur eru undir neðri tekjumörkum þá er engin skerðing vegna tekna.
- Ef tekjur eru yfir efri tekjumörkum þá er enginn réttur til bóta.
- Skerðing þar á milli er 11% af upphæðinni sem fer umfram neðri mörk.
Allar skattskyldar tekjur heimilismanna teljast til tekna þar á meðal eru elli – og örorkulífeyrisgreiðslur, greiðslur séreignalífeyrissparnaðar, fjármagnstekjur, erlendar tekjur og ýmsir styrkir.
Styrkir teljast almennt til skattskyldra tekna en frá þeirri reglu eru nokkrar undantekningar sem má sjá nánar á vef ríkisskattstjóra hér.
Orlofsuppbót og desemberuppbót eru skattskyldar tekjur.
Við afgreiðslu umsókna um húsnæðisbætur eru sóttar upplýsingar úr staðgreiðsluskrá ríkisskattstjóra um skráðar skattskyldar tekjur og þær tekjur sem eru skráðar skattfrjálsar koma því ekki til með að hafa áhrif á útreikning.
Upplýsingar um skattfrjálsar tekjur má nálgast á vef ríkisskattstjóra hér.
HMS byggir tekju- og eignaáætlun sem lögð er til grundvallar við útreikning á húsnæðisbótum á fyrirliggjandi upplýsingum frá Ríkisskattstjóra. Áætlunin tekur mið af heildartekjum, þ.m.t. fjármagnstekjum, heildareignum, ásamt orlofs- og desemberuppbót.
Við endurreikning í hverjum ársfjórðungi kemur fram út frá hvaða tímabili meðaltekjur reiknast hverju sinni og má nálgast bréf vegna útreikningsins undir skjöl og samskipti á mínum síðum.
Fjármagnstekjur eru áætlaðar út frá síðasta skattframtali en nánari upplýsingar um fjármagnstekjur má nálgast á vef ríkisskattstjóra hér.
Áætlun og bótafjárhæð geta breyst ef forsendur breytast.
Ef umsækjandi telur að tekjur hafi breyst verulega frá þeim tíma sem meðaltekjur eru byggðar á þá getur hann sent rökstudda beiðni um nýja áætlun, ásamt viðeigandi gögnum, í gegnum mínar síður og í kjölfarið er tekjuáætlunin endurskoðuð út frá þeim upplýsingum með tilliti til þess sem umsækjandi hefur þegar fengið greitt á árinu.
Ef umsækjandi hefur fengið eingreiðslu á tímabili sem meðaltekjur eru áætlaðar út frá sem skekkir mynd af komandi tekjum er honum ráðlagt að senda erindi þess efnis í gegnum mínar síður og fá útreikning endurskoðaðan.
Ef umsækjandi telur tekjur sínar hafa lækkað frá því tímabili sem útreikningur byggist á og það hafi veruleg áhrif á niðurstöðu afgreiðslu húsnæðisbóta getur hann sent inn beiðni um endurskoðun á áætlun með skýringu og viðeigandi gögnum sem sýnt geta fram á verulega tekjubreytingu milli mánaða. Hægt er að senda inn beiðni og gögn í gegnum fyrirspurnir á mínum síðum.
Umsækjanda er ráðlagt að láta HMS vita ef hann er að hækka í tekjum. Skal hann senda upplýsingar þess efnis í gegnum fyrirspurnir á mínum síðum.
Umsókn er endurskoðuð í kjölfar nýrra upplýsinga og gerður nýr útreikningur ef við á.
Umsækjanda er ráðlagt að láta HMS vita ef hann eða heimilismenn hafa erlendar tekjur, sem koma ekki fram í staðgreiðsluskrá, svo hægt sé að gera ráð fyrir þeim í tekjuáætlun. Að öðrum kosti kemur það ekki fram fyrr en í lokauppgjöri eftir árið þegar skattframtal liggur fyrir og í kjölfarið gæti þurft að innheimta ofgreiddar bætur.
Umsækjanda er ráðlagt að láta HMS vita ef hann eða heimilismenn hafa tekjur af eigin rekstri, sem koma ekki fram í staðgreiðsluskrá, svo hægt sé að gera ráð fyrir þeim í tekjuáætlun. Að öðrum kosti kemur það ekki fram fyrr en í lokauppgjöri eftir árið þegar skattframtal liggur fyrir og í kjölfarið gæti þurft að innheimta ofgreiddar bætur.
- HMS skal reglulega sannreyna þær upplýsingar sem ákvörðun um rétt til húsnæðisbóta byggir á.
- HMS hefur eftirlit með tekjum umsækjanda í gegnum staðgreiðsluskrá ríkisskattstjóra.
- HMS er heimilt að endurreikna húsnæðisbætur svo fjárhæð samræmist þeim breytingum sem orðið hafa á aðstæðum umsækjanda eða annarra heimilismanna.
- Samanlagaðar eignir allra heimilismanna 18 ára eldri eru notaðar í útreikning húsnæðisbóta.
- Samanlagðar eignir undir 8.000.000 kr hafa ekki áhrif á fjárhæð húsnæðisbóta.
- Ef samanlagðar eignir fara umfram 8.000.000 kr þá skerðast húsnæðisbætur hlutfallslega þar til að réttur til húsnæðisbóta fellur alveg niður við samanlagðar eignir uppá 12.800.000 kr.
- Hér er átt við nettó eign samkvæmt skattframtali þ.e. allar eignir að frádregnum öllum skuldum.
- Eignir geta t.d. verið innistæður á bankareikning, bílar, hjólhýsi, mótorhjól, fasteignir, hlutabréfaeign o.þ.h. samkvæmt skattaskýrslu.
- Við útreikning sækir HMS upplýsingar frá síðasta staðfesta skattframtali um eignastöðu.
- Ef eignastaða umsækjanda og heimilismanna hefur breyst verulega frá síðasta framtali er ráðlagt að senda inn erindi þess efnis í gegnum mínar síður ásamt gögnum sem sýna fram á að eignastaða sé breytt og þá er hægt að endurskoða útreikning.
- Fjárhæð húsnæðisbóta hækkar ekki við það að leigufjárhæð hækki nema leigufjárhæð hafi þegar verið að valda skerðingu á bótafjárhæð.
- Húsnæðisbætur geta aldrei verið hærri en 75% af leigufjárhæð sem greidd er fyrir leiguafnot af húsnæði.
- Aðrar greiðslur en fyrir leiguafnot svo sem fyrir hita, vatn, rafmagn, hússjóð o.s.frv. teljast ekki til húsnæðiskostnaðar og eru ekki teknar með í útreikning húsnæðisbóta.
- Ef húsnæðiskostnaður er að valda skerðingu bóta kemur það fram á útreikningsblaði undir samskipti/skjöl á mínum síðum.
- Hámarksbótafjárhæð á mánuði ásamt frítekjumörkum ákvarðast af fjölda heimilismanna.
- Frítekjumörk miðast við samanlagðar tekjur allra heimilismanna 18 ára og eldri fyrir skatt.
Fjöldi heimilismanna 1
- Hámarksbætur á mánuði: 40.633
- Neðri tekjumörk á mánuði: 449.082
- Efri tekjumörk á mánuði: 818.477
Fjöldi heimilismanna: 2
- Hámarksbætur á mánuði: 53.741
- Neðri tekjumörk á mánuði: 593.947
- Efri tekjumörk á mánuði: 1.082.502
Fjöldi heimilismanna: 3
- Hámarksbætur á mánuði: 62.916
- Neðri tekjumörk á mánuði: 695.353
- Efri tekjumörk á mánuði: 1.267.319
Fjöldi heimilismanna: 4+
- Hámarksbætur á mánuði: 68.159
- Neðri tekjumörk á mánuði: 753.215
- Efri tekjumörk á mánuði: 1.372.846
Ef umsækjandi telur útreikning byggðan á röngum eða ófullnægjandi upplýsingum þá skal hann senda erindi í gegnum mínar síður og taka fram þær upplýsingar sem hann telur að hafi áhrif á ákvörðun og senda gögn eftir því sem við á því til rökstuðnings.
Ef umsækjandi telur að breytingar á tekjum hafi áhrif á niðurstöðu útreiknings þá skal hann senda inn skýringar og gögn sem sýna fram á að tekjur hafi breyst verulega frá síðasta útreikningi okkar og forsenda sé fyrir því að endurskoða útreikning.
Ef umsækjandi telur að breytingar á eignastöðu hafi áhrif á niðurstöðu útreiknings þá skal hann senda inn gögn sem sýna fram á að eignir samkvæmt síðasta skattframtali eigi ekki við lengur.
- Ef umsækjandi hefur selt fasteign þá getur hann sent afrit af kaupsamning.
- Ef umsækjandi stendur í lögskilnaði og eignastaða breytist í kjölfarið þá getur hann sent inn eignaskiptasamning sem staðfestir það.
- Ef bankainnistæða frá síðasta skattframtali veldur skerðingu bóta en hefur breyst þá getur umsækjandi sent inn staðfest yfirlit reikninga frá sínum viðskiptabanka.
Ef umsækjandi telur að verulegar breytingar á fjármagnstekjum frá síðasta skattframtali hafi áhrif á niðurstöðu útreiknings þá þarf hann að senda inn skýringar og viðeigandi gögn því til rökstuðnings
- Dæmi um breytingar á fjármagnstekjum væru að umsækjandi fékk greiddan arð, söluhagnað eða leigutekjur á fyrra ári sem á ekki lengur við.
Ef fjárhæðir notaðar í útreikning eru ekki að valda skerðingu á bótum þá eru ekki forsendur fyrir endurskoðun á útreikning í ljósi þess að það mun ekki hafa nein áhrif.
Já við lokauppgjör árs ef bætur hafa verið vangreiddar.
Þegar endanlegar upplýsingar um tekjur og eignir liðins árs liggja fyrir samkvæmt skattframtali eru húsnæðisbætur endurreiknaðar á grundvelli þeirra upplýsinga. Leiði endurreikningur til breytinga á fjárhæð bóta skal leiðrétta þær.
Lokauppgjör fer fram þegar staðfest skattframtal liggur fyrir og getur myndast inneign ef raunverulegar eignir og tekjur þ.m.t. fjármagnstekjur hafa verið lægri á árinu en raunútreikningur byggði á.
HMS leggur mikla áherslu á að vangreiðslur verði lágmarkaðar eins og kostur er.
Já samkvæmt lögum ber umsækjanda að endurgreiða ofgreidda fjárhæð húsnæðisbóta.
Skuld getur myndast ef umsækjandi hefur fengið greitt eftir að leigutíma er lokið.
HMS skal að jafnaði draga ofgreiddar húsnæðisbætur frá síðar tilkomnum húsnæðisbótum á næstu tólf mánuðum eftir að endurreikningur liggur fyrir. Þó skal aldrei draga hærri upphæð en sem nemur 25% af síðar tilkomnum húsnæðisbótum í hverjum mánuði.
Skuld getur myndast við lokauppgjör árs ef bætur hafa verið ofgreiddar.
Þegar endanlegar upplýsingar um tekjur og eignir liðins árs liggja fyrir samkvæmt skattframtali eru húsnæðisbætur endurreiknaðar á grundvelli þeirra upplýsinga. Leiði endurreikningur til breytinga á fjárhæð bóta skal leiðrétta þær.
Lokauppgjör fer fram þegar staðfest skattframtal liggur fyrir og getur því myndast skuld ef raunverulegar eignir eða tekjur þ.m.t. fjármagnstekjur hafa verið hærri á árinu en en raunútreikningur byggði á.
HMS leggur mikla áherslu á að ofgreiðslur verði lágmarkaðar eins og kostur er.
Greiðsla húsnæðisbóta
Húsnæðisbætur eru lagðar inn á uppgefinn reikning umsækjanda. Einnig er heimilt að gefa upp bankareikning leigusala og eru þá húsnæðisbæturnar lagðar beint inn á reikning leigusala, enda hefur umsækjandi gefið samþykki sitt fyrir þeirri ráðstöfun.
Húsnæðisbætur eru greiddar út fyrsta dag hvers mánaðar. Ef fyrsti dagur mánaðar lendir á rauðum degi eða helgi þá er greitt út síðasta virka dag mánaðarins á undan.
Húsnæðisbætur eru greiddar eftir á. Bætur greiddar fyrsta dag mánaðar eru því greiddar fyrir leigutímabil síðasta mánaðar.
Til þess að fá húsnæðisbætur greiddar þarf umsókn að hafa verið afgreidd og samþykkt.
Ekki er hægt að tryggja að greiðsla húsnæðisbóta verði greidd um mánaðarmótin þar á eftir vegna umsókna sem berast eftir 20. hvers mánaðar en þá frestast greiðsla fram að næstu áætluðu greiðslu, svo lengi sem umsókn er samþykkt.
Breyta upplýsingum í umsókn
Umsækjandi þarf að segja upp umsókn sinni um húsnæðisbætur ef leigu er að ljúka fyrir lok leigusamnings í leiguhúsnæðinu sem sótt er um vegna.
Umsækjandi segir upp umsókn með því að skrá sig inn á mínar síður og velja þar „segja upp umsókn“. Þar þarf að setja inn dagsetningu á leigu lokum ásamt því að velja skýringu.
Ef leigusamningur er útrunnin þá er umsókn fyrst frestað og ef ekki er brugðist við þá er henni lokað miðað við lokadagsetningu samnings ef nýr framlengdur samningur í sama húsnæði hefur ekki verið skráður rafrænt í Húsnæðisgrunn HMS.
Ef umsækjandi er að hefja leigu í öðru húsnæði þá getur hann sent inn nýja umsókn um leið og fyrri umsókn hefur verið lokað.
Það er einnig hægt að fylla skriflega út eyðublað um uppsögn á umsókn á skrifstofu HMS eða sækja það hér , fylla það út og senda HMS.
Umsækjandi þarf að skrá endurnýjaðan samning fyrir sama húsnæðið í Húsnæðisgrunn HMS ef fyrri er útrunninn, ekki þarf að gera breytingar á umsókn í þessu tilfelli.
Rafrænt skráður leigusamningur í Húsnæðisgrunn HMS mun birtast í umsókn viðkomandi og þá er hægt að afgreiða umsókn á ný.
Umsókn er þá uppfærð með upplýsingum úr nýjum samning þ.m.t leigufjárhæð og leigutímabil.
Leigusamningur þarf að vera skráður fyrir 20. þess mánaðar sem nýr samningur tekur gildi svo afgreiðsla fyrir greiðslu um mánaðarmót sé tryggð. Að öðrum kosti eru bætur greiddar í næstu áætluðu greiðslu eftir að umsókn hefur verið samþykkt á ný.
Ef leigusamningur er ekki skráður rafrænt má senda undirritaðan og vottaðan leigusamning til leiguskra@hms.is.
Ef umsækjandi lendir í vandræðum með rafræna skráningu vegna óviðráðanlegra aðstæðna getur hann haft samband við okkur símleiðis eða í gegnum mínar síður með skýringar á töfum og óskað eftir lengri frest.
Með rafrænni skráningu leigusamninga uppfærist leigufjárhæðin í samræmi við ákvæði samningsins.
Aðrar breytingar á fjárhæðinni þarf að skrá sem viðauka samningsins.
Umsækjandi getur bætt við eða fjarlægt heimilismenn af umsókn sinni með því að skrá sig inná mínar síður og velja „breyta heimilismönnum“ á forsíðu.
Heimilismenn verða að breyta persónuupplýsingum um sig sjálfir á mínum síðum með eigin skilríkjum svo sem símanúmeri, netfangi o.þ.h.
Heimilismaður getur fjarlægt sig af umsókn sem hann er skráður á með því að skrá sig inná mínar síður, velja „mínar umsóknir“ og ýta þar á rauða hnappinn aftan við umsókn.
Hægt að breyta símarnúmeri, netfangi og bankareikning undir „stillingar“ á mínum síðum.
Samskipti
Öll samskipti vegna umsókna sem hafa borist Húsnæðis- og mannvirkjastofnun rafrænt eru rafræn og fara fram í gegnum mínar síður og skráð netfang í umsókn. Það er á ábyrgð umsækjanda að kynna sér efni gagna sem HMS sendir honum á rafrænu formi. Sé það ekki gert innan þess frests sem gefinn er, getur það leitt til að umsókn verði synjað. Ef umsækjandi óskar eftir að vera ekki í rafrænum samskiptum skal hann hafa samband við þjónustuver HMS í síma 440 6400.
Hægt er að senda inn almenna fyrirspurn á heimasíðu HMS með því að velja „Hafðu samband“. Einnig er hægt að hringja í þjónustuver.
Best er að senda öll slík erindi í gegnum fyrirspurnir á mínum síðum. Þá skráir umsækjandi sig inn á mínar síður og sendir erindi undir sínum skilríkjum. Einnig er hægt að hafa samband með tölvupóst á netfangið hms@hms.is.
Best er að senda öll slík erindi í gegnum fyrirspurnir á mínum síðum. Þá skráir umsækjandi sig inn á mínar síður og sendir erindi undir sínum skilríkjum. Einnig er hægt að hafa samband með tölvupóst á netfangið hms@hms.is.
Fjárhæð bóta kemur fram í bréfi á mínum síðum sem sent er þegar umsókn hefur verið samþykkt og einnig við endurreikning.
Ekki hægt að veita upplýsingar um bótafjárhæð símleiðis.
Annað
Nei. Húsnæðisbætur eru skattfrjálsar.
Já. Heildargreiðsla húsnæðisbóta er forskráð á framtal í kafla 2.9, í reit nr. 73 - Aðrar skattfrjálsar greiðslur.
Nei. Ekki er þörf að endurnýja umsókn um húsnæðisbætur nema skipt sé um leiguhúsnæði. Í því tilfelli skal senda inn nýja umsókn sem allra fyrst. Einnig þarf að senda inn nýja umsókn ef fyrri umsókn hefur verið synjað og forsendur hafa breyst frá þeim tíma.
Sveitarfélögin veita sérstakan húsnæðisstuðning og skal leita til þess sveitarfélags sem viðkomandi á lögheimili í varðandi upplýsingar og umsókn um sérstakan húsnæðisstuðning.
Lokauppgjör
Já, hafðu samband í gegnum fyrirspurnir á mínum síðum, með tölvupósti á netfangið hms@hms.is eða í síma 440-6400. Athugaðu að einungis er hægt að leggja inn á bankareikning í eigu umsækjanda.
Þegar um er að ræða dánarbú þarf umboðsmaður þess að hafa samband til að fá greiðslu ráðstafað á réttan reikning.
Útreikningurinn byggir á öllum skattskyldum tekjum heimilismanna 18 ára og eldri á síðasta tekjuári þá mánuði sem húsnæðisbætur voru greiddar. Skattskyldar tekjur eru meðal annars atvinnutekjur, elli – og örorkulífeyrisgreiðslur, greiðslur séreignalífeyrissparnaðar, fjármagnstekjur, erlendar tekjur, verktakagreiðslur og ýmsir styrkir.
Samanlagðar eignir, að frádregnum skuldum, allra heimilismann 18 ára og eldri samkvæmt skattframtali mynda stofn til útreiknings á eignum. Eignir geta m.a. verið fasteignir, ökutæki, bankainnistæður o.fl.
Þær upplýsingar sem notaðar eru í lokauppgjöri eru fengnar frá Ríkisskattstjóra, úr skattframtali og staðgreiðsluskrá síðasta tekjuárs.
Fjöldi heimilismanna: 1
1. janúar - 31. maí
- Neðri mörk á ári: 4.895.288
- Efri mörk á ári: 8.436.379
- Neðri mörk á mánuði: 407.941
- Efri mörk á mánuði: 703.032
- Hámarksbætur á ári: 389.520
- Hámarksbætur á mánuði: 32.460
1. júní - 31. desember
- Neðri mörk á ári: 4.895.288
- Efri mörk á ári: 8.790.488
- Neðri mörk á mánuði: 407.941
- Efri mörk á mánuði: 732.541
- Hámarksbætur á ári: 428.472
- Hámarksbætur á mánuði: 35.706
Fjöldi heimilismanna: 2
1. janúar - 31. maí
- Neðri mörk á ári: 6.474.413
- Efri mörk á ári: 11.157.795
- Neðri mörk á mánuði: 539.534
- Efri mörk á mánuði: 929.816
- Hámarksbætur á ári: 515.172
- Hámarksbætur á mánuði: 42.931
1. júní - 31. desember
- Neðri mörk á ári: 6.474.413
- Efri mörk á ári: 11.626.131
- Neðri mörk á mánuði: 539.534
- Efri mörk á mánuði: 968.844
- Hámarksbætur á ári: 566.689
- Hámarksbætur á mánuði: 47.224
Fjöldi heimilismanna: 3
1. janúar - 31. maí
- Neðri mörk á ári: 7.579.801
- Efri mörk á ári: 13.062.819
- Neðri mörk á mánuði: 631.650
- Efri mörk á mánuði: 1.088.568
- Hámarksbætur á ári: 603.132
- Hámarksbætur á mánuði: 50.261
1. júní - 31. desember
- Neðri mörk á ári: 7.579.801
- Efri mörk á ári: 13.611.119
- Neðri mörk á mánuði: 631.650
- Efri mörk á mánuði: 1.134.260
- Hámarksbætur á ári: 663.445
- Hámarksbætur á mánuði: 59.894
Fjöldi heimilismanna: 4+
1. janúar - 31. maí
- Neðri mörk á ári: 8.211.451
- Efri mörk á ári: 14.151.342
- Neðri mörk á mánuði: 684.288
- Efri mörk á mánuði: 1.179.278
- Hámarksbætur á ári: 653.388
- Hámarksbætur á mánuði: 54.449
1. júní - -31. desember
- Neðri mörk á ári: 8.211.451
- Efri mörk á ári: 14.745.333
- Neðri mörk á mánuði: 684.288
- Efri mörk á mánuði: 1.228.778
- Hámarksbætur á ári: 718.727
- Hámarksbætur á mánuði: 59.894
Engin skerðing er vegna eigna undir 8.000.000 kr. Bótafjárhæð skerðist sem nemur hlutfalli af samanlögðum eignum allra heimilismanna, 18 ára og eldri, sem fara umfram 8.000.000 kr. uns þær falla alveg niður við 60% hærri fjárhæð eða 12.800.000 kr.
Upplýsingar um tekjur og eignir eru fengnar úr staðgreiðsluskrá og skattframtali. Teljir þú að upplýsingar í lokauppgjöri séu rangar þá þarft þú að senda inn staðfest gögn frá ríkisskattstjóra sem sýna fram á aðra eignastöðu eða aðrar heildartekjur fyrir síðasta tekjuár.
Já, það getur haft áhrif á útreikning. Ef fjöldi heimilismanna í lokauppgjöri er annar en þeirra sem voru búsettir í leiguhúsnæðinu á leigutíma verður að senda inn gögn sem sýna fram á að svo hafi verið til að fá lokauppgjörið endurskoðað. Til dæmis gögn frá þjóðskrá um lögheimilisflutning.
Ef þú ert enn með virka umsókn hjá okkur skaltu skrá þig inn á mínar síður á hms.is og bæta barninu við hafir þú ekki þegar gert það. Hafðu svo samband varðandi endurskoðun á lokauppgjörinu með tilliti til barnsins í gegnum fyrirspurnir á mínum síðum eða með tölvupósti á netfangið hms@hms.is og málið verður skoðað.
Húsnæðisbætur geta aldrei verið hærri en sem nemur 75% af þeirri leigufjárhæð sem er greidd fyrir leiguafnot af húsnæði. Aðrar greiðslur sem leigjanda ber að greiða samkvæmt samningi eða lögum, svo sem fyrir hita, vatn, rafmagn, hússjóð, viðhald o.fl., teljast ekki til leigufjárhæðar.
Ef leigufjárhæð er röng í lokauppgjöri og hefur áhrif á útreikning húsnæðisbóta þarf að skila inn gögnum sem sýna fram á hver greidd húsaleiga var á umræddu tímabili.
Ef ekki er skerðing vegna leigufjárhæðar er ekki tilefni til að endurskoða útreikning.
Já, hægt er að óska eftir endurupptöku á ákvörðun um rétt til húsnæðisbóta. Umsækjandi getur óskað eftir endurupptöku ef hann telur að nýjar upplýsingar og/eða gögn séu til staðar sem sýni fram á að ákvörðun hafi byggst á ófullnægjandi eða röngum upplýsingum, eða leitt til efnislega rangrar niðurstöðu.
Beiðni um endurupptöku skal senda á hms@hms.is. Taka skal fram þær upplýsingar sem umsækjandi telur að hafi áhrif á ákvörðun og senda gögn eftir því sem við á því til rökstuðnings.
Innheimtukrafa er stofnuð í netbanka þínum um leið og þér er tilkynnt um skuldina en þú getur haft samband í síma 440 6400 eða á hms@hms.isog fengið greiðsludreifingu. Það er að hámarki hægt að dreifa greiðslum á 12 mánuði en þó verður að lágmarki að greiða 10.000 kr. á hvern gjalddaga.
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun er heimilt að falla frá kröfu um endurgreiðslu að fullu eða að hluta ef sérstakar aðstæður eru fyrir hendi sem mæla með því s.s. vegna fjárhagslegra og félagslegra aðstæðna umsækjanda, sbr. 22. gr. reglugerðar nr. 1200/2016 um húsnæðisbætur. Beiðni um endurskoðun á ákvörðun lokauppgjörs skal senda á hms@hms.is með rökstuðningi og/eða gögnum.