Skil­yrði hús­næð­is­bóta

Hér getur þú kannað hvort þú eigir rétt á húsnæðisbótum. Umsækjandi og heimilismenn hans þurfa að uppfylla nokkur skilyrði til að eiga rétt á greiðslum húsnæðisbóta. Þú getur kannað rétt þinn til húsnæðisbóta með reiknivél fyrir húsnæðisbætur.

Skil­yrði hús­næð­is­bóta

Samkvæmt lögum um húsnæðisbætur nr. 75/2016

Markmið laga um húsnæðisbætur er að lækka húsnæðiskostnað efnaminni leigjenda vegna leigu á íbúðarhúsnæði. 

Sækja um hús­næð­is­bæt­ur

Ef þú telur þig uppfylla skilyrðin hér að ofan skalt þú senda inn umsókn um húsnæðisbætur. Sótt er um húsnæðisbætur með því að skrá sig inn á mínar síður. Smelltu hér til að sækja um húsnæðisbætur