Skilyrði húsnæðisbóta
Hér getur þú kannað hvort þú eigir rétt á húsnæðisbótum. Umsækjandi og heimilismenn hans þurfa að uppfylla nokkur skilyrði til að eiga rétt á greiðslum húsnæðisbóta. Þú getur kannað rétt þinn til húsnæðisbóta með reiknivél fyrir húsnæðisbætur.
Skilyrði húsnæðisbóta
Samkvæmt lögum um húsnæðisbætur nr. 75/2016
Markmið laga um húsnæðisbætur er að lækka húsnæðiskostnað efnaminni leigjenda vegna leigu á íbúðarhúsnæði.
Undanþágur frá skilyrði um búsetu:
Þrátt fyrir skilyrði um búsetu getur einstaklingur átt rétt til húsnæðisbóta þótt hann eigi skráð lögheimili annars staðar á Íslandi, hafi hann tímabundið aðsetur í húsnæðinu vegna:
- náms - enda leggi hann fram staðfestingu á skólavist.
- veikinda - enda leggi hann fram læknisvottorð því til staðfestingar.
- dvalar á áfangaheimili - enda leggi hann fram staðfestingu áfangaheimilis á tímabundinni búsetu.
- tímabundinnar vinnu fjarri lögheimili - enda leggi hann fram ráðningarsamning því til staðfestingar.
- Allir sem hafa búsetu og þar af leiðandi lögheimili í leiguhúsnæðinu skulu vera skráðir heimilismenn á umsókn, þar með talið börn umsækjanda undir 18 ára aldri enda getur fjöldi heimilismanna hækkað bótarétt og frítekjumörk.
- Foreldri sem fær barnið sitt til sín að lágmarki 30 daga á ári getur skráð barnið sitt sem heimilismann jafnvel þó barnið sé með lögheimili hjá hinu foreldrinu.
Undanþágur frá skilyrði um útbúnað húsnæðis:
Þrátt fyrir skilyrði um íbúðarhúsnæði er heimilt að greiða húsnæðisbætur þegar um er að ræða:
- Sambýli námsmanna á heimavistum eða námsgörðum.
- Sambýli fatlaðs fólks í húsnæðisúrræðum.
- Sambýli einstaklinga á áfangaheimilum.
Undanþágur fá skráningu þegar um er að ræða:
Heimilt er að greiða húsnæðisbætur þrátt fyrir að ekki liggi fyrir þinglýstur leigusamningur þegar um er að ræða:
- Tímabundin afnot búseturéttarhafa skv. 15.mgr. 20.gr. laga um húsnæðissamvinnufélög, nr. 66/2003
- Gerðarþola skv. 6.tölul. 1.mgr. 28.gr. laga um nauðungarsölu nr. 90/1991
- Leigjanda skv. 11.tölul. 1.mgr. 29.gr.sömu laga af íbúðarhúsnæði sem hann hafði við nauðungarsölu til eigin nota, í allt að tólf mánuði gegn greiðslu samkvæmt ákvörðun sýslumanns
Samþykki er gefið í upphafi umsóknarferlis. Upplýsingaöflun tekur m.a. til tekna og eigna frá Ríkisskattstjóra, upplýsinga um lögheimili frá Þjóðskrá og upplýsinga um leigusamninga frá sýslumönnum og sveitarfélögum.
Húsnæðisbætur eru ekki greiddar:
- Ef umsækjandi eða aðrir heimilismenn eru á sama tíma skráðir til heimilis í öðru íbúðarhúsnæði í annarri umsókn um húsnæðisbætur sem hefur verið samþykkt. Barn yngra en 18 ára getur þó talist heimilismaður hjá báðum foreldrum sínum eða forsjáraðilum.
- Ef leiguhúsnæði er ætlað til annarra nota en íbúðar eins og t.d. atvinnuhúsnæði, jafnvel þó að það sé leigt út til íbúðar. c. Vegna leigu á hluta úr íbúð eða einstökum herbergjum. Þó er heimilt að greiða húsnæðisbætur þegar einstök herbergi eru leigð ef um er að ræða:
- Sambýli námsmanna á heimavistum eða námsgörðum.
- Sambýli fatlaðs fólks í húsnæðisúrræðum.
- Sambýli einstaklinga á áfangaheimilum. - Ef einhver heimilismanna á rétt á vaxtabótum eru húsnæðisbætur ekki greiddar.
- Ef einhver heimilismanna er eigandi að leiguíbúðinni eða á ráðandi hlut í félagi sem á viðkomandi íbúð, annaðhvort einn eða með nákomnum fjölskyldumeðlimum.
- Þegar húsnæðisbætur eru þegar greiddar vegna sama íbúðarhúsnæðis.
Sækja um húsnæðisbætur
Ef þú telur þig uppfylla skilyrðin hér að ofan skalt þú senda inn umsókn um húsnæðisbætur. Sótt er um húsnæðisbætur með því að skrá sig inn á mínar síður. Smelltu hér til að sækja um húsnæðisbætur
Þegar umsækjandi hefur lokið við að senda inn umsókn á mínum síðum fær hann sendan tölvupóst til staðfestingar. Ef frekari upplýsinga eða gagna er þörf verður haft samband við umsækjanda í gegnum mínar síður og það netfang sem umsækjandi skráði í umsókn.
Það er á ábyrgð umsækjanda að kynna sér efni gagna sem HMS sendir honum á rafrænu formi og við bendum á að sé það ekki gert innan þess frests sem gefinn er, getur það leitt til þess að umsókn verði synjað.
Allir heimilismenn, eldri en 18 ára, þurfa svo að skrá sig inn á mínar síður og veita umboð fyrir því að HMS afli nauðsynlegra upplýsinga og gagna til að afgreiða umsókn um húsnæðisbætur.
Hér er hægt að nálgast eyðublöð á pappírsformi. Við mælum þó eindregið með að sótt sé um rafrænt. Ekki er þörf á að skila inn öðrum gögnum en útfylltum viðeigandi eyðublöðum, þ.e. umsókn og umboði heimilismanna. HMS sækir upplýsingar rafrænt um leigusamninga. Einungis þeir sem búsettir eru á áfangaheimili þurfa að skila inn afriti af skriflegum leigusamningi með umsókn.
Ef frekari upplýsinga eða gagna er þörf verður haft samband við umsækjanda með bréfi sem sent er á lögheimilisfang en einnig getur hann nálgast bréfið rafrænt á mínum síðum. Það er á ábyrgð umsækjanda að kynna sér efni gagna sem HMS sendir honum og við bendum á að sé það ekki gert innan þess frests sem gefinn er, getur það leitt til þess að umsókn verði synjað.
Þegar umbeðin gögn og umboð hafa borist er umsóknin tekin til afgreiðslu. Umsóknir eru afgreiddar í þeirri röð sem þær berast. Farið er yfir umsóknir og bótaréttur metinn. Ef ekki er óskað frekari upplýsinga eða gagna frá umsækjanda eða heimilismönnum er umsókn afgreidd. Greiðslur húsnæðisbóta hefjast fyrsta dag næsta almanaksmánaðar eftir að umsókn er samþykkt.
Athygli er vakin á því að heimilt er að synja umsókn um húsnæðisbætur hafi nauðsynlegar upplýsingar og gögn ekki borist innan 45 daga frá þeim degi er umsóknin barst.