Húsnæðisáætlanir verða ekki lengur á skýrsluformi heldur á stafrænu stöðluðu formi þar sem áhersla er á tölulegar upplýsingar. Með stöðluðu formi verða húsnæðisáætlanir samanburðarhæfar og þar með næst betri yfirsýn þar sem mögulegt er að taka saman áætlun fyrir landið í heild sinni, einstaka sveitarfélögeða sameiginleg atvinnusvæði. 

Staða hús­næð­is­mála í sveit­ar­fé­lag­inu

 • Framboð íbúða í sveitarfélaginu
 • Fjölskyldugerðir í sveitarfélaginu
 • Fjöldi og hlutfall leiguíbúða í sveitarfélaginu
 • Fjöldi og hlutfall búseturéttaríbúða í sveitarfélaginu
 • Íbúðir í byggingu í sveitarfélaginu
 • Framboð af húsnæði sem ekki er í notkun sem íbúðarhúsnæði

 

Skipu­lags­á­ætl­an­ir sveit­ar­fé­lags­ins 

 • Skipulagsáætlanir sveitarfélagsins
 • Lóðaframboð til uppbyggingar íbúðarhúsnæðis
 • Áform um þéttingu byggðar í sveitarfélaginu

 

Þarfa­grein­ing

 • Svæðisbundin atvinnustefna og efnahagsþróun
 • Skilgreining ólíkra hópa og greiðslugeta
 • Mat á húsnæðisþörf ólíkra hópa

 

Mark­mið og að­gerð­ar­á­ætl­un

 • Uppbygging til að mæta íbúðaþörf 
 • Kostnaður vegna uppbyggingar
 • Stofnframlög ríkisins

 

Sam­eig­in­leg­ar hús­næð­is­á­ætl­an­ir

Þar sem lega atvinnusvæðis eða aðrar hliðstæðar aðstæður kalla á samhæfingu sveitarfélaga skulu sveitarfélög á viðkomandi svæði hafa formlegan samstarfsvettvang og láta framkvæma sameiginlega þarfagreiningu og húsnæðisáætlun fyrir svæðið. Með sameiginlegu atvinnusvæði er átt við að landfræðileg nálægð sveitarfélaga sé þannig að íbúar eins sveitarfélags sæki með auðveldum hætti atvinnu í öðru nágrannasveitarfélagi. 

Sjá nánar:

Lög um húsnæðismál nr. 44/1998

Reglugerð um húsnæðisáætlanir nr. 1248/2018