22. maí 2024

Vísitala leiguverðs hækkaði um 1,6 prósent í apríl

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS

  • Mánaðarhækkun vísitölu leiguverðs var 1,6 prósent í apríl, en 0,6 prósent í mars
  • Vísitala leiguverðs hefur hækkað um 10,7 prósent á ársgrundvelli frá upphafsgildi hennar í maí 2023
  • Sambærileg hækkun vísitölunnar á ársgrundvelli hefur verið í kringum 10 prósent frá því í desember 2023

Vísitala leiguverðs var 109,8 stig í apríl 2024 og hækkaði hún um 1,6 prósent á milli mánaða. Á ársgrundvelli hefur vísitalan hækkað um 10,7 prósent frá því í maí í fyrra og hefur leiguverð því hækkað umfram íbúðaverð og verðbólgu á sama tímabili.

Þróun leiguvísitölunnar frá maímánuði 2023 má sjá á mynd hér að neðan. Einnig er hægt að nálgast eldri og sameinaðar vísitölur HMS á hms.is/vísitölur.

Í janúar síðastliðnum tók HMS nýja vísitölu leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu í notkun, en fyrsti útreikningur hennar miðast við maí 2023 og er gildi hennar þá 100.  Vísitalan, sem sjá má á mynd hér að ofan, sýnir breytingar á vegnu meðaltali fermetraverðs. Stuðst er við leigusamninga síðastliðinna tveggja mánaða við útreikning vísitölunnar.

Vísitalan hefur hækkað um 9,8 prósent frá því í maí í fyrra, sem jafngildir 10,7 prósenta hækkun á ársgrundvelli. Til viðmiðunar var 12 mánaða hækkun vísitölu íbúðaverðs 6,4 prósent í apríl og verðbólga 6,0 prósent.

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS