2. júní 2023
17. maí 2023
Vísitala leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu í apríl 2023
Útgáfuáætlun
Hér má sjá útgáfuáætlun HMS
Vísitala leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu byggir á þinglýstum leigusamningum. Hafa verður í huga að aðeins litlum hluta leigusamninga er þinglýst og því ekki víst að úrtakið gefi rétta mynd af þróun leiguverðs.
Með breytingum á húsaleigulögum um áramótin var HMS falið að halda utan um rafræna skráningu leigusamninga. Er slík skráning nú forsenda þess að fá húsnæðisbætur en áður var þinglýsingar leigusamnings að jafnaði krafist. Þinglýstum leigusamningum hefur því fækkað töluvert og þar með er enn meira hætta á að vísitala byggð á þinglýstum samningum gefi ekki rétta mynd af verðþróun líkt og HMS hefur bent á síðustu mánuði. Til að mynda byggði leiguvísitalan að meðaltali á 428 nýjum leigusamningum á mánuði árið 2022. Samningarnir voru 221 í mars 2023 og 164 nú í apríl.
Ekki hafa borist nægilega margir leigusamninga til skráningar í leiguskrá þannig að hægt sé reikna vísitölu út frá þeim. Þegar nægilega margir leigusamningar hafa verið skráðir í leiguskrána mun HMS nýta upplýsingar úr skránni til að reikna út vísitölu leiguverðs.
Vísitala leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu var 232,8 stig í apríl 2023 (janúar 2011=100) og lækkaði um 1,3% frá fyrri mánuði . Síðastliðna þrjá mánuði hækkaði vísitalan um 1,5% og síðastliðna 12 mánuði hækkaði hún um 6,9%.
Vísitala leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu sýnir breytingar á vegnu meðaltali fermetraverðs. Sérstaklega er vakin athygli á því að nýir þinglýstir leigusamningar á höfuðborgarsvæðinu í apríl 2023 voru aðeins 164 talsins.
Útgáfuáætlun
Hér má sjá útgáfuáætlun HMS