16. apríl 2024

Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 0,8 prósent í mars

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS

  • Ný vísitala íbúðaverðs hækkaði um 0,8 prósent á milli mánaða í mars, samanborið við 1,9 prósenta hækkun í febrúar
  • Á síðustu tólf mánuðum hefur íbúðaverð hækkað um 5,2 prósent, en árshækkunin nam 5,7 prósentum í febrúar
  • Íbúðaverð hefur hækkað hraðar á landsbyggðinni heldur en á höfuðborgarsvæðinu frá ársbyrjun

Ný gæðaleiðrétt vísitala íbúðaverðs mældist 102,7 stig í mars og hækkaði um 0,8 prósent á milli mánaða. Taflan hér að neðan sýnir vísitöluna, ásamt mánaðarhækkun hennar og 12 mánaða hækkun, auk fjögurra undirvísitalna fjölbýlis og sérbýlis á landsbyggð og á höfuðborgarsvæðinu.

Vísi­tala íbúða­verðs fyr­ir mars 2024

VísitalaGildiBreyting á milli mánaða12 mánaða breyting
Íbúðaverð102,70,8%5,2%
Sérbýli á hbs.102,21,1%4,6%
Sérbýli á landsbyggð102,71,3%6,0%
Fjölbýli á hbs.102,70,6%4,9%
Fjölbýli á landsbyggð105,5-0,8%9,4%

Líkt og HMS hefur áður greint frá er nýja vísitalan ásamt undirvísitölunum fjórum gæðaleiðrétt, sem merkir að breytingar á milli mánaða í „gæðum“ seldra eigna ætti ekki að hafa áhrif á þróun vísitalnanna. Gæðaleiðréttingin byggir á fasteignamati eigna, svo vísitalan hækkar ef hlutfall kaupverðs og fasteignamats seldra eigna hækkar milli mánaða.

Hér fyrir neðan má sjá þróun vísitölu íbúðaverðs frá janúar 2023:

HMS hefur bakreiknað gildi íbúðavísitölunnar og hinna fjögurra undirvísitalnanna aftur að janúarmánuði árið 2020, sem er fyrsti mánuðurinn sem hægt er að framkvæma gæðaleiðréttingu út frá upplýsingum í fasteignamati. Útreikningur vísitölunnar krefst þess að fasteignamat seldrar eignar sé til fyrir matsstigið sem kaupverðið endurspeglar, en skráning slíkra upplýsinga hófst ekki fyrr en árið 2020.

Ásamt því hefur HMS einnig útbúið sérstakar vísitölur fyrir íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu annars vegar og á landsbyggðinni hins vegar út frá undirvísitölunum fjórum. Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu mælir sömu verðþróun og eldri vísitala HMS á íbúðaverði, sem nær frá janúar 1994 til janúar 2024.

Hægt er að nálgast gildi nýju vísitalnanna frá janúar 2020 með því að smella á þennan hlekk.

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS