25. mars 2024

Velta á viðskiptum með atvinnuhúsnæði minnkar í febrúar

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS

Heildarvelta kaupsamninga um atvinnuhúsnæði nam 7,72 milljörðum króna í febrúar, sem er 25 prósentum undir langtímameðaltali síðustu þriggja ára. Viðskiptin eru þó umfagsmeiri en þau voru um sama leytið á síðasta ári, þar sem söluverð atvinnuhúsnæðis hefur hækkað.

Tímaröð fyrir viðskipti með atvinnuhúsnæði

Tímaröð fyrir viðskipti með atvinnuhúsnæði

HMS hefur áður greint frá því að viðskipti með atvinnuhúsnæði hafi tekið við sér eftir að hafa dregist saman á miðju síðasta ári, en fjöldi kaupsamninga og heildarvelta slíkra fasteigna hefur haldist tiltölulega stöðugur frá síðasta hausti og eru þær tölur á svipuðum slóðum og þær voru árið 2021.

Nýjar tölur fyrir þinglýsta kaupsamninga með atvinnuhúsnæði sýna þó nokkurn samdrátt í febrúar, þar sem kaupsamningar voru 90 talsins í stað 102 í janúar. Þar af voru 54 kaupsamningar á höfuðborgarsvæðinu og 36 kaupsamningar utan höfuðborgarsvæðisins.

Heildarvirði viðskipta með atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu nam 6,15 milljörðum króna, en utan höfuðborgarsvæðisins nam heildarvirðið 1,6 milljörðum króna. Í báðum landshlutum má greina samdrátt milli mánaða.

Umfang viðskipta með atvinnuhúsnæði í febrúar var þó enn meira en það var á sama tíma í fyrra, en heildarvelta með atvinnuhúsnæði í febrúar 2023 nam 6,9 milljörðum króna. Líkt og sést á mynd hér að neðan var umfangið einnig nálægt sögulegu meðaltali, ef miðað er við mánaðarlegan fjölda kaupsamninga frá ársbyrjun 2020.

Líkt og myndin sýnir hafa kaupsamningar með atvinnuhúsnæði að meðaltali verið um 95 talsins í hverjum mánuði á síðustu fjórum árum. Á árinu 2020 og um mitt síðasta ár voru þeir þó undir meðaltali og nær 50 í hverjum mánuði, en þeir náðu hámarki um árslok 2021 í 200 kaupsamningum á mánuði.

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS