3. október 2024

Útköll slökkviliða voru 795 á þriðja ársfjórðungi 2024

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS

Slökkvilið landsins sinntu alls 795 útköllum á þriðja ársfjórðungi 2024. Þar af voru 88 vegna umferðarslysa, þar sem 66 einstaklingar voru slasaðir og 12 fastklemmdir. Þetta kemur fram í gögnum útkallsskýrslugrunns slökkviliða, sem HMS hefur unnið tölfræðiupplýsingar úr á tímabilinu.

Á mynd hér að neðan má sjá heildarfjölda útkalla slökkviliða eftir ársfjórðungum.

Slökkviliðin sinna fjölbreyttum og krefjandi verkefnum þegar kemur að slökkvi- og björgunarþjónustu sveitarfélaga. Meðal lögbundinna verkefna þeirra eru forvanir, eldvarnaeftirlit, slökkvistarf, reykköfun og björgun á fastklemmdu fólki til dæmis vegna umferðaslysa. Flest slökkvilið sinna einnig öðrum verkefnum eins og sjúkraflutningum, slökkvitækjaþjónustu og björgunarstörfum.

Fá út­köll vegna gróð­ur­elda í mik­illi úr­komu

Útköllum vegna gróðurelda hefur fjölgað á undanförnum árum, en árið 2023 voru þau alls 106. Á fyrstu tveimur ársfjórðungum 2024 voru 100 útköll vegna gróðurelda, 16 á fyrsta ársfjórðungi og 84 á öðrum. Mikil úrkoma gæti hafa leitt til færri útkalla vegna gróðurelda á nýliðnum ársfjórðungi, en úrkoma á þeim stöðum sem Hagstofan birtir tölfræði um hefur ekki verið meiri í ágústmánuði frá upphafi mælinga árið 1949. Einungis þrjú útköll voru vegna gróðurelda á þriðja ársfjórðungi 2024, samanborið við 40 útköll á sama tíma í fyrra.

Fleiri bíl­brun­ar sam­hliða fleiri skráð­um bíl­um

Á þriðja ársfjórðungi 2024 barst 31 útkall vegna bílbruna, og voru þau mörg miðað við sams konar útköll á síðustu sjö árum  Samhliða fleiri skráðum bifreiðum á landinu hefur útköllum vegna bílbruna fjölgað, en frá ársbyrjun 2017 hafa þau jafnan verið á bilinu 15 til 30 á hverjum ársfjórðungi.  Flest voru þau á þriðja ársfjórðungi í fyrra, en þá bárust 37 útköll vegna bílbruna.

Slökkviliðin fóru í 88 útköll vegna umferðarslysa, þar sem 66 einstaklingar voru slasaðir og 12 fastklemmdir. Einnig sinntu slökkviliðin 80 útköllum vegna vatnstjóna og 27 útköllum vegna viðvörunarkerfa þar sem ekki var eldur. Þá voru 15 útköll þar sem einstaklingur var í neyð og viðkomandi bjargað.

HMS sinnir öflugu fræðslu og forvarnarstarfi á sviði brunavarna. Á vefnum Vertu eldklár má nálgast forvarnar- og fræðsluefni varðandi brunavarnir heimilisins.

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS