1. júní 2023
23. janúar 2023
Úthlutun úr Fræðslusjóði brunamála árið 2022
Útgáfuáætlun
Hér má sjá útgáfuáætlun HMS
HMS hefur í samráði við úthlutunarnefnd Fræðslusjóðs brunamála úthlutaði styrkjum ársins 2022 til sex verkefna á sviði brunavarna og slökkvistarfs, samtals að fjárhæð 4.000.000 kr.
Fræðslusjóður brunamála veitir styrki til rannsóknar og þróunarverkefna á sviði brunamála og er sjóðurinn fjármagnaður af rekstrafé HMS. Sjóðurinn var stofnaður með reglugerð um fræðslusjóð brunamála árið 1993 samkvæmt þágildandi lögum um brunavarnir og fór fyrsta úthlutun fram ári síðar.
Umsóknir árið 2022 voru 11 talsins og var samanlögð umsóknarfjárhæð um 31 milljónir kr. Úthlutunarnefnd sjóðsins var skipuð aðilum frá Félagi slökkviliðsstjóra, Landsambandi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, Brunatæknifélagi Íslands ásamt HMS. Nefndin mat umsóknir og skilaði tillögu að úthlutun til forstjóra HMS í samræmi við verklagsreglu sem nefndin starfar eftir. Verklagsreglan byggir á stigagjöf þar sem verkefni eru metin m.t.t. mikilvægi, gæða og áhrifa verkefnis. Í heildina voru sjö umsóknir sem hlutu hljómgrunn úthlutunarnefndar og voru þær samþykktar af forstjóra. Einn umsækjandi afþakkaði styrkinn og var þeirri upphæð deilt á milli annarra aðila innan sama flokks.
Niðurstöður úthlutunarnefndar voru að 80% samþykktra umsókna fóru í verkefni sem stuðla að bættri starfsemi slökkviliða og 20% til annarra aðila sem vinna að brunamálum. Úthlutaðir styrkir voru eftirfarandi:
Í upphafi var sjóðnum ætlað að veita slökkviliðsmönnum, eldvarnareftirlitsmönnum og öðrum sem starfa að brunamálum styrki til náms á sviði brunavarna. Í takt við tíð og tíma hefur markmið sjóðsins þróast frá áherslum á námstyrki í víðtækari uppbyggingu fagþekkingar á sviði brunamála. Starfsmenntunarsjóðir stéttarfélaga eru í dag þess eðlis að einfalt aðgengi er að styrkjum til náms í gegnum þá sjóði og mun því Fræðslusjóður brunamála héðan af veita styrki til rannsókna og þróunarverkefna vegna brunavarna í samræmi við núgildandi reglugerð nr. 1600/2022 sem tók í gildi þann 29. desember síðastliðinn. Auglýst verður eftir styrkjum úr Fræðslusjóði brunamála eftir núgildandi reglugerð síðar á þessu ári.
Útgáfuáætlun
Hér má sjá útgáfuáætlun HMS