16. apríl 2025
18. ágúst 2022
Upplýsingar um fasteignamarkað
Útgáfuáætlun
Hér má sjá útgáfuáætlun HMS
Í tilefni af umræðu um fasteignamarkað og fasteignaverð vill HMS koma eftirfarandi á framfæri:
HMS tók 1. júlí við verkefnum fasteignaskrár, þar á meðal útreikningi á vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu. Við útreikning vísitölunnar hefur verið notuð sama aðferð og Þjóðskrá Íslands beitti síðustu misseri og stuðst við kaupsamninga á þriggja mánaða tímabili til að ákvarða verð.
Yfirtaka HMS á rekstri fasteignaskrár bætir möguleika stofnunarinnar til að veita upplýsingar um fasteignamarkað í gegn um húsnæðisgrunn. Samhliða verða aðferðir við útreikning vísitalna húsnæðisverðs endurskoðaðar.
HMS hvetur þá sem koma vilja á framfæri skoðunum um hvernig upplýsingamiðlun um fasteignamarkað verði sem skilvirkust að senda tillögur og ábendingar til stofnunarinnar á netfangið hms@hms.is.
Útgáfuáætlun
Hér má sjá útgáfuáætlun HMS