12. desember 2023

Umhverfisskýrsla HMS 2022 komin út

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS

Umhverfisskýrsla HMS fyrir árið 2022 er komin út en umfjöllun um hana má nálgast hér. Í henni eru meðal annars dregnar fram niðurstöður úr Grænu bókhaldi HMS fyrir árið 2022.

Við höf­um séð frá­bær­an ár­ang­ur frá því að við byrj­uð­um að mæla árið 2019, m.a. eft­ir­far­andi:

  • Hlutfall flokkaðs úrgangs hefur farið stöðugt vaxandi, þ.e. farið úr 63% og í 97% á árinu 2022.
  • Pappírsnotkun á stöðugildi hefur minnkað hratt, fór úr 12,3 kg á stöðugildi 2019 niður 0,7 kg 2022.
  • Hlutfall samgöngusamninga á stöðugildi hefur farið vaxandi frá 2019, en stóð í stað á milli ára 2021 og 2022, eða 29%.

Úr­bóta­tæki­fær­in fel­ast m.a. í minni los­un frá sam­göng­um:

  • Losun vegna aksturs frá 2019-2022 hefur rúmlega tvöfaldast og losun frá flugi er 2,5 sinnum meiri 2022 en 2021. Þess má þó geta að á sama tíma hafa heimsóknir og vettvangsskoðanir aukist í starfsemi HMS. Til að draga úr losun vegna aksturs og flugs getum við fjölgað fjarfundum og notað meira af vistvænum bílaleigubílum og leigubílum.

Árið 2022 nam losun frá rekstri HMS 219 kg af CO2íg á hvern starfsmann, sem er 22% minna en árið 2019 þegar mælingar hófust – en þó nokkuð meiri en árin 2020 og 2021. Markmiðið er að draga úr losun á hvern starfsmann um 40% fyrir 2030.

Í heildina nam losunin á árinu 2022 39,5 tonnum af CO2íg.

Í samræmi við umhverfisstefnu HMS höfum við þegar kolefnisjafnað þá losun og meira til, með því að kaupa 50 tonn af vottuðum kolefniseiningum hjá YggCarbon.

Nánar til tekið styrkjum við þetta verkefni.

Við hlökkum til að halda áfram á grænu vegferðinni og viðhalda Grænu skrefunum fimm sem stofnunin kláraði fyrr á þessu ári.

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS